9. mars 2021

Ölverk nýtir jarðgufu til bruggunar handverksbjóra

Laufey Sif og Elvar stjórnendur Ölverks

Ölverk – Pizza & Brugghús Ölverk er staðsett í hjarta Hveragerðis og var stofnað af Laufeyju Sif Lárusdóttur og manni hennar Elvari Þrastarsyni. Meðeigandi þeirra er Ragnar Karl Gústafsson. Laufey Sif og Elvar reka staðinn, Elvar sér um bruggun og Laufey Sif stýrir veitingastaðnum og er jafnframt framkvæmdastjóri. Ragnar Karl viðheldur flóknu kerfi tanka og pípa. Ölverk sérhæfir sig í eldbökuðum pizzum og sérbrugguðum bjór. Staðurinn opnaði í maí 2017. Þeir bjórar sem boðið er upp á Ölverk eru sérbruggaðir af Ölverk brugghúsi og bruggaðir á staðnum. Einnig er boðið upp á bjórtegundir frá öðrum smærri handverksbrugghúsum. Við heimsóttum þau fyrir stuttu ásamt teymunum í Startup Orkídea og fengum að prófa nokkrar tegundir af þeim bjórum sem þau brugga. Ölverk notar jarðgufuna í Hveragerði til að hita frumstig bjórsins og gaman að sjá hvað gufan er notuð í margvíslegum tilgangi í atvinnustarfsemi bæjarins. Sterkar sósur Ölverks vöktu einnig athygli okkar en þau blanda sósur úr íslenskum eldpipar (chili og skyldum tegundum) sem þau selja á staðnum og í völdum sælkerabúðum. Eldbökuðu pizzurnar frá Ölverki eru gerðar úr gæðahráefnum og bakaðar á staðnum. Þrjá daga tekur að laga deigið sjálft sem er síðan bakað við mikinn hita í stuttan tíma í sérstökum ítölskum eldofni. Matseðillinn er stuttur og laggóður – breytilegur eftir árstíðum.

Sjá nánar á vefsíðu Ölverks  og á Facebook og Instagram

Fleiri fréttir

Allar fréttir
14. apríl 2021
Vefstofa Eims um nýtingu auðlinda á sjálfbæran hátt
Lesa meira
29. mars 2021
Frumkvöðlarnir á Friðheimum heimsóttir
Lesa meira
17. mars 2021
VAXA – impact nutrition ræktar smáþörunga í Jarðhitagarðinum
Lesa meira
9. mars 2021
Ölverk nýtir jarðgufu til bruggunar handverksbjóra
Lesa meira