1. mars 2021

Sæbýli ehf á Eyrarbakka heimsótt

Sæeyra

Sæbýli ehf hefur þróað nýstárlegt lóðrétt eldiskerfi, SustainCycle, sem er sérhannað landeldiskerfi fyrir japönsk sæeyru. Sæeyru eru botnsjávardýr og ein verðmætasta og dýrasta afurðin sem hægt er að panta sér á sushiveitingahúsum. Áætlanir Sæbýlis hljóða upp á að framleiða 1.000 tonn af sæeyrum sem eru 10 sinnum verðmætari en þorskur. Heildarmarkaðurinn fyrir sæeyru í dag er um 200.000 tonn. Markaðurinn hefur vaxið um 15 % á ári síðustu 20 árin enda er sushi alltaf að verða vinsælli matur á heimsvísu. 1.000 tonna framleiðsla af sæeyrum er þá ígildi 10.000 tonna af þorski inní íslenska þjóðarbúið eða um 5% af núverandi þorskkvóta.  Sæbýli ehf. að ætlar að hasla sér völl á þessum markaði á næstu árum með þessa verðmætu afurð sem framleidd er á Eyrarbakka. Lóðrétt eldiskerfið leiðir til betri fóðurnýtingar, minni orkunotkunar og krefst minna landrýmis en þörf er á í hefðbundnum eldisaðferðum. Eldiskerfið stuðlar einnig að sjálfbærni og hefur jákvæð áhrif  á umhverfið og nýtingu náttúruauðlinda. Við heimsóttum Sæbýli í síðustu viku.

Mynd neðar: Ingólfur Arnarson (t.v.) framleiðslustjóri og Kolbeinn Björnsson, markaðsstjóri og annar stofnenda Sæbýlis

Fleiri fréttir

Allar fréttir
26. apríl 2024
Kornræktarfélag Suðurlands stofnað
Lesa meira
22. apríl 2024
Ársskýrsla Orkídeu 2023 komin út
Lesa meira
8. apríl 2024
Skoðunarferð á lífgasstöðvar í Belgíu
Lesa meira
30. mars 2024
Fyrstu niðurstöður Value4Farm
Lesa meira