Orkunýting
og sjálfbærni
í matvælaiðnaði

Tilgangur og markmið

Starfsfólk

Samstarfsaðilar

Framlag í verkefnum

Aðstoð við frumkvöðla á Suðurlandi

Stjórn Orkídeu

Startup Orkídea

Tilgangur og markmið Orkídeu

Orkídea er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi á vegum Landsvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytis.

Tilgangur Orkídeu er að stuðla að þróun orkutengdrar matvælaframleiðslu og hringrásarhagkerfis á Suðurlandi. Markmið félagsins að greina og greiða leið þeirra nýsköpunartækifæra sem Suðurland, og Ísland í heild sinni, hefur upp á að bjóða hvað varðar matvælaframleiðslu og líftækni – sérstaklega framleiðslu sem byggist á nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa, vatns og annarra aðfanga sem Ísland hefur einstakan aðgang að í samanburði við önnur ríki.

Við viljum:

• stuðla að eflingu hringrásarhagkerfisins í matvælaframleiðslu m.a. með innleiðingu hugmyndafræði um Græna iðngarða,

• efla nýsköpun og rannsóknir á nýtingu grænnar orku í öflugu samstarfi við bæði fræðasamfélagið og atvinnulífið,

• gera matvælaframleiðslu umhverfisvænni með nýtingu á grænni orku og búa þannig til tækifæri fyrir íslenska matvælaframleiðendur til þess að vera samkeppnishæfir á alþjóðamarkaði svo sem með ylrækt, þörungaframleiðslu, fiskeldi á landi og áframvinnslu matvæla,

• skapa kraftmikið umhverfi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki sem vinna að nýsköpun á Suðurlandi,

• styðja við frumkvöðla í matvælaframleiðslu með ráðgjöf og tengingum við fyrirtæki og fjárfesta,

• stuðla að auknum fjárfestingum á Suðurlandi í hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni.

Heiti verkefnisins, Orkídea, er sprottið af orðunum orka og ídea. Þannig vísar nafnið bæði til grænnar orku og þeirra nýstárlegu hugmynda sem spretta í frjóum jarðvegi.

Fara efst á síðu

Starfsfólk

Framkvæmdastjóri
Sveinn Aðalsteinsson

(+354) 698 9644

Rannsókna- og þróunarstjóri
Helga Gunnlaugsdóttir

(+354) 698 7739

Verkefnastjóri Grænna iðngarða
Magnús Yngvi Jósefsson

(+354) 784 2845

Sveinn Aðalsteinsson er framkvæmdastjóri Orkídeu. Hann er með doktorsgráðu í plöntulífeðlisfræði og meistaragráðu í viðskiptafræði. Hann er hefur langa og víðtæka reynslu af nýsköpun, rannsóknum og þróunarverkefnum í garðyrkju. Að auki hefur Sveinn reynslu af stofnun sprotafyrirtækja og samtölum við fjárfesta. Sveinn hefur leitt ýmis innlend og alþjóðleg verkefni á sviði fræðslu sem og á sviði garðyrkju.

Fara efst á síðu

Helga Gunnlaugsdóttir er rannsóknar- og þróunarstjóri Orkídeu. Hún er með doktorsgráðu í matvælaverkfræði. Hún hefur langa og víðtæka reynslu af nýsköpun og rannsóknum í matvælafræði og lýðheilsu. Helga hefur leitt ýmis innlend og alþjóðleg verkefni þ.m.t. í samstarfsáætlunum Evrópusambandsins þ.e.a.s. FP6, FP7, H2020 og MSCA verkefni.
Magnús Yngvi Jósefsson er verkefnastjóri Grænna iðngarða hjá Orkídeu. Hann er með doktorsgráðu í viðskiptum og stjórnun. Magnús starfaði áður sem rannsóknarstjóri Reykjavíkurborgar og leiddi það verkefni að tengja borgina evrópsku rannsóknar- og nýsköpunarumhverfi með þátttöku í rannsóknar- og nýsköpunaráætlun ESB – Horizon 2020. Magnús hefur að auki starfað bæði í Sviss og í Bretlandi.

Hverjir eru samstarfsaðilar Orkídeu í innlendum og erlendum verkefnum?

• Fyrirtæki og frumkvöðlar

• Sveitarfélög

• Háskólar

• Viðskiptahraðlar og klasar

• Rannsóknastofnanir

• Opinberir aðilar

Fara efst á síðu

Hvernig getur Orkídea orðið að liði í verkefnum t.d. Evrópuverkefnum?

• Við höfum bein tengsl við hagsmunasamtök í landbúnaði og iðnaði, frumkvöðla og fyrirtæki í landbúnaði og sjávarútvegi. Þessir aðilar eru áhugasamir um betri nýtingu auðlinda og sköpun verðmæta úr ýmsum auðlindastraumum

• Við getum fundið samstarfsaðila með áhugaverð tilvik/ferli (case studies) til að þróa áfram eða sýna fram á áhugaverð ferli eða tækni

• Við getum stutt samvinnu milli greina, tengslamyndun, þjálfun, bent á úrbætur í regluumhverfinu, annast þekkingaröflun og bent á skilvirka ferla sem draga má lærdóm af (best practice). Orkídea getur því stutt samvinnu ólíkra aðila og stuðlað þannig að verðmætri samsköpun í Evrópuverkefnum.

• Við getum tekið þátt eða stutt við rannsóknarteymi innan okkar þekkingarsérsviða

Fara efst á síðu

Hvernig getum við stutt við nýsköpun í matvælaframleiðslu og líftækni á Suðurlandi?

• Við aðstoðum frumkvöðla á marvíslegan hátt t.d. með aðstoð við umsóknir í stærri samkeppnissjóði til að styrkja vöruþróun þeirra eða við markaðssetningu og/eða þróun viðskiptahugmyndar

• Við tengjum frumkvöðla, fyrirtæki og/eða fjárfesta

• Við kynnum möguleika Suðurlands fyrir fjárfestum og fyrirtækjum sem eru að leita að tækifærum í nýtingu grænnar orku við matvælaframleiðslu

• Við miðlum áhugaverðum tækifærum í orku, nýsköpunarhugmyndum og verkum frumkvöðla til almennings í gegnum vef, erindi og samfélagsmiðla

• Við erum leiðbeinendur í ýmsum viðskiptahröðlum fyrir frumkvöðla

Fara efst á síðu

Stjórn Orkídeu

Stjórnarformaður

Bjarni Guðmundsson

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga

Stjórnarmenn

Ríkarður Ríkarðsson

Landsvirkjun

Ragnheiður Þórarinsdóttir

Landbúnaðarháskóli Íslands

Kjartan Ingvarsson

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

Varamenn í stjórn

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga

Haraldur Hallgrímsson

Landsvirkjun

Christian Schultz

Landbúnaðarháskóli Íslands

Guðmundur Bjarki Ingvarsson

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

Fara efst á síðu

Startup Orkídea

Klak og Orkídea hafa staðið fyrir hraðlinum Startup Orkídea. Startup Orkídea er viðskiptahraðall þar sem einblínt hefur verið á verkefni í hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni. Hraðlinum er ætlað greiða veg nýstárlegra tækifæra og lausna og hraða þannig ferlinu frá því að hugmynd kviknar og þar til viðskipti taka að blómstra. Hraðallinn var síðast haldinn árið 2021 og voru þá fimm teymi valin til þátttöku í vönduðu umsóknarferli. Þau verkefni sem voru valin fengu kost á að þróa viðskiptahugmyndir sínar undir handleiðslu reyndra sérfræðinga og fjárfesta.

Startup Orkídea verður auglýst sérstaklega næst þegar hraðallinn verður haldinn, bæði hér, á fréttasíðum vefs Orkídeu og á samfélagsmiðlum Orkídeu.

Fara efst á síðu