3. júní 2024

Orkídea, Eimur, Blámi og Eygló með vinnudaga á Austurlandi

Hópurinn fyrir framan Múlann í Neskaupsstað, skrifstofuaðstöðu þar sem m.a. Eygló hefur sínar höfuðstöðvar.

Samstarfsverkefnin Orkídea, Eimur, Blámi og Eygló héldu vinnudaga á Austurlandi nýverið. Fulltrúar Landsvirkjunar og Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins tóku einnig þátt og skipulögðu faglega dagskrá ásamt verkefnunum. Við ræddum áfanga í hinum ýmsu verkefnum, möguleika á auknu samstarfi, sameiginlegar umsóknir í alþjóðlega sjóði o.fl. Fulltrúi Landsvirkjunar fór yfir viðmið fyrirtækisins í orkusölu og Eimur var með innlegg um kynningarstarf verkefnanna.

Hópurinn fór í heimsókn í Fljótsdalsvirkjun, stærstu aflstöð Landsvirkjunar og í heimsókn í Alcoa Fjarðarál, eitt tæknivæddasta álver í heimi. Báðar heimsóknirnar voru mjög gagnlegar og fróðlegar.

Þau Eva Mjöll og Guðmundur hjá Eygló sáu um staðbundna viðburði af ýmsu tagi sem voru mjög vel heppnaðir, m.a. stutt sigling í hádeginu fyrri daginn í blíðskaparveðri.

Kærar þakkir fyrir frábæra heimsókn og samveru!

Í heimsókn í Fljótsdalsvirkjun.

Nokkrir úr hópnum við Skriðuklaustur, f.v. Skúli, Kolfinna og Sigurður frá Eimi, Magnús, Helga og Sveinn frá Orkídeu, Guðmundur (Mummi) og Eva Mjöll frá Eygló.

Dóra Björk frá Landsvirkjun og Eva Mjöll frá Eygló.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
25. ágúst 2025
Terraforming LIFE fundar með ESB fulltrúum í Ölfusi
Lesa meira
11. ágúst 2025
StartUp Landið hefst í september
Lesa meira
7. ágúst 2025
Örnám í frumkvöðlafræðum hjá HfSu
Lesa meira
20. júní 2025
Orkídea og ON í samstarf um nýsköpun í Jarðhitagarðinum
Lesa meira