18. september 2025

Atvinnustefna fyrir Ísland í burðarliðnum

Starfsmenn Orkideu sóttu fjölmennan kynningarfund ríkisstjórnarinnar um nýja vaxtarstefnu fyrir Ísland. Fundurinn var afar áhugaverður og vel sóttur af öllum helstu hagaðilum atvinnulífs og atvinnuþróunar.

Áherslur ríkisstjórnarinnar sem fram komu á fundinum eru:

1) Einföldun regluverks og eftirlits

2) Að létta á byggingarregluverð

3) Tiltekt í loftslagsmálum

4) Að framlög til Rannsókna- og þróunar á Íslandi nái 3,5 % af vergri þjóðarframleiðslu

5) Stórframkvæmdir og svæðisbundinn vöxtur út á landi

Orkidea fagnar því að samstarf um mótun Atvinnustefnu sé hafið og hlakkar til samstarfsins á sviði orkutengdrar nýsköpunar og þróunar matvælaframleiðslu í landinu.

Suðurland býr yfir fjölda tækifæra og getur orðið leiðandi á landsvísu á mögrum sviðum.

Virkjum hugmyndirnar og grípum tækifærin til að styrkja landsbyggðina!

Orkidea hlakkar til að leggjast á árarnar með stjórnvöldum og sveitarfélögum til að efla verðmætasköpun og þróa atvinnuhætti á Íslandi fyrir blómstrandi atvinnulíf um allt land.

 

Fleiri fréttir

Allar fréttir
18. september 2025
Atvinnustefna fyrir Ísland í burðarliðnum
Lesa meira
25. ágúst 2025
Terraforming LIFE fundar með ESB fulltrúum í Ölfusi
Lesa meira
11. ágúst 2025
StartUp Landið hefst í september
Lesa meira
7. ágúst 2025
Örnám í frumkvöðlafræðum hjá HfSu
Lesa meira