22. október 2025

Orkídea á Value4Farm ESB verkefnafundi á Ítalíu

Magnús og Sveinn héldu erindi um starf Orkídeu í verkefninu

Við sóttum fund í Value4Farm ESB verkefninu í september sl. Verkefnið á fullri ferð og framundan eru spennandi aðgerðir sem miða að því að styðja við endurnýjanlega orkuframleiðslu í Evrópu. Á Íslandi rær Orkídea öllum árum að því að kynna og koma á fót líforkuver fyrir og með hagaðilum hérlendis. Við verðum vör við vaxandi vitund og áhuga á uppsetningu líforkuvera bæði tengdum hefðbundnum landbúnaði og í garðyrkju í uppsveitum Suðurlands (Value4Farm verkefnið) og í landeldi til að mynda með aðkomu okkar að Terraforming LIFE verkefninu í Þorlákshöfn. Myndbandið sem fylgir hér með gefur innsýn í metnaðarfull áform Value4Farm.

Við Magnús héldum erindi um undirbúning okkar og heimamanna að lífgas- og áburðarveri nálægt Reykholti í Bláskógabyggð.

Við heimsóttum einnig glæsilegt lífgas- og áburðarver í eigu og rekstri CIB – Consorzio Italiano Biogas Italiano Biogas, sem eru þáttakendur í verkefninu. Verið er gott dæmi um hringrás í landbúnaði með því að vinna hliðarstrauma úr landbúnaði (t.d. tómatahrat) og skapa orku og áburð úr hráefninu og slá þar með margar flugur í einu höggi, auka framleiðni með gæðaáburði, orkuframleiðsla og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHG).

Nokkrar myndir frá fundinum og heimsókninni:

Tilraun með að sameina hallandi sólarsellur og ræktun á landi undir sellunum, hefur komið vel út.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
22. október 2025
Orkídea á Value4Farm ESB verkefnafundi á Ítalíu
Lesa meira
22. september 2025
Við viljum ráða verkefnisstjóra miðlunar
Lesa meira
18. september 2025
Atvinnustefna fyrir Ísland í burðarliðnum
Lesa meira
25. ágúst 2025
Terraforming LIFE fundar með ESB fulltrúum í Ölfusi
Lesa meira