19. nóvember 2025

Fróðleg skoðunarferð með sunnlenskum bændum um lífgas- og áburðarver í Belgíu

Við hjá Orkídeu áttum þess kost að fara í mjög fróðlega skoðunarferð um lífgas- og áburðarver í Belgíu, þar sem við, ásamt bændum af Suðurlandi o.fl., skoðuðum þessa tækni sem á fullt erindi inn í íslenska hringrásarhagkerfið og landbúnað. Ferðin var skipulögð af Value4Farm ESB verkefninu sem Orkídea tekur þátt í ásamt 13 öðrum rannsóknar- og þróunaraðilum í Evrópu. Við vinnum einnig að lífgastækninni í Ölfusi í Terraforming LIFE ESB verkefninu ásamt First Water, Bændasamtök Íslands, Ölfus Cluster og SMJ í Færeyjum.

Lífgas- og áburðarver eru til ýmsum útgáfum. Við hjá Orkídeu erum að skoða tvenns konar módel í okkar ESB verkefnum, annars vegar einskonar samlag kúa- og garðyrkjubænda í uppsveitum Árnessýslu þar sem kúabændur leggja inn mykju í lífgasverið og garðyrkjubændur leggja inn sinn garðyrkjuúrgang frá sínum stöðvum. Eftir loftfirrða gerjun í verinu kemur út lífgas, sem má nýta til orkuframleiðslu (hiti og rafmagn) eða til metanframleiðslu til að knýja ökutæki og jafnframt myndast koltvísýringur sem er nauðsynlegur í ræktun í gróðurhúsum. Kúabændur fá lífrænan áburð tilbaka sem er að mörgu leyti betri og næringarríkari (garðyrkjuúrgangur) en sú mykja sem nú er nýtt á tún þeirra.

Hins vegar erum við undirbúa lífgas- og áburðarver í Þorlákshöfn undir merkjum FirstWater í Terraforming LIFE verkfninu sem mun nýta svínamykju og fiskamykju til lífgas- og áburðargerðar.

Ferlið er það sama í báðum tilvikum.

Spennandi tímar framundan!

F.v. Sveinn (Orkídea), Axel (Espiflöt) og Arnar Bjarni (Gunnbjarnaholt)

Sander Vandendriessche frá InAgro í Belgíu, verkefnisstjóri Value4Farm, við metantraktor InAgro sem gengur fyrir metangasi frá lífgasstöð InAgro.

Lífgasstöð BBA í Belgíu sem tekur við 90.000 tonnum af ýmsum landbúnaðarúrgangi frá bændum í nágrenninu t.d. maísleifum og mykju af ýmsu tagi.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
19. nóvember 2025
Fróðleg skoðunarferð með sunnlenskum bændum um lífgas- og áburðarver í Belgíu
Lesa meira
4. nóvember 2025
Stefán Friðrik til SASS og Orkídeu
Lesa meira
23. október 2025
Terraforming LIFE á Lagarlíf ráðstefnunni 2025
Lesa meira
22. október 2025
Orkídea á Value4Farm ESB verkefnafundi á Ítalíu
Lesa meira