17. mars 2021

VAXA – impact nutrition ræktar smáþörunga í Jarðhitagarðinum

VAXA notar LED lýsingu við ræktun smáþörunga

Við heimsóttum VAXA – impact nutrition sem er hátæknifyrirtæki og þróar nýja tækni við ræktun smáþörunga. Fyrirtækið er staðsett í Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun. Fyrirtækið framleiðir smáþörunga á sjálfbæran hátt og nýtir til þess margar auðlindir frá Hellisheiðarvirkjun t.d. rafmagn, koltvísýring, heitt og kalt vatn. Tæknin sem VAXA notar er þannig klæðskerasniðin fyrir aðstæðurnar í Jarðhitagarði ON. VAXA skilgreinir sig sem hátæknifyrirtæki sem býður lausn við að breyta orku í fæðu með skilvirkari hætti en áður hefur þekkst auk þess sem starfsemin er kolefnisneikvæð, þ.e. umbreytir meiri koltvísýringi í súrefni en fylgir starfseminni. Markmið fyrirtækisins er að framleiða prótein og ómega-3 fitusýrur úr smáþörungum sem nýtast í matvæli og fæðubótarefni. Framleiðslan fer fram í stýrðu umhverfi og býður þannig upp á stöðuga framleiðslu allt árið um kring

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. desember 2024
Bændablaðið með frétt og fréttaskýringu um lífgas- og áburðarver
Lesa meira
12. desember 2024
Starf Orkídeu framlengt um 3 ár
Lesa meira
26. nóvember 2024
Kúabúið í Flatey á Mýrum heimsótt
Lesa meira
25. nóvember 2024
Heimsókn í Mýrdalshrepp
Lesa meira