14. maí 2021

Bleikjueldi á Klaustri með mikla möguleika

Við heimsóttum Klausturbleikju á Kirkjubæjarklaustri nýlega og áttum gott spjall við Önnu Magdalenu Buda sem er rekstrarstjóri þar. Eigendur Klausturbleikju eru Fishproducts Iceland í Hafnarfirði. 

Klausturbleikja kaupir seiði úr Ölfusi þegar hvert seiði er um 100 g að þyngd. Seiðin vaxa síðan í sláturstærð eða í 600-1000 g. Landeldið fer fram í 8 körum við Teygingarlæk í Skaftárhreppi, fiskurinn er alin í lindarvatni með jöfnu rennsli og jöfnum hita árið um kring sem skapar grundvöll fyrir fiskeldið. Klausturbleikja er með sjálfvirka fóðrun sem auðveldar vinnuna. Klausturbleikja hefur leyfi til framleiðslu á allt að 90 tonnum af bleikju en gæti aukist umtalsvert ef markaðurinn leyfir. Fyrirtækið er með um 4-5 starfsmenn samtals í verkunarstöðinni á Klaustri og í Teygingarlæk.

Sala hefur minnkað töluvert út af Covid vegna minni sölu til veitingahúsa en horfur eru á að salan aukist með auknum fjölda ferðamanna og frekari opnunar veitingahúsa. Flökunarvél verður tekin í gagnið fljótlega sem sparar tíma og hráefni. Ennfremur er hluti flakanna reyktur og seldur í kjörbúðum.   

Fiskeldi hefur mikla möguleika og landeldi er umhverfisvæn leið í fiskeldi. Fiskeldi hefur gjörbreytt atvinnutækifærum víða á landsbyggðinni og tækifæri til vaxtar eru gríðarleg. Það verður spennandi að fylgjast með þessari atvinnugrein í framtíðinni.

Takk fyrir góðar mótttökur, Anna Magdalena! 

Fleiri fréttir

Allar fréttir
13. maí 2024
Orkídea tekur þátt í tveim viðburðum á Iceland Innovation Week
Lesa meira
3. maí 2024
Mikil nýsköpun í ræktun salats í Lambhaga
Lesa meira
26. apríl 2024
Kornræktarfélag Suðurlands stofnað
Lesa meira
22. apríl 2024
Ársskýrsla Orkídeu 2023 komin út
Lesa meira