15. júlí 2021

Aukin verðmætasköpun með aukinni fullvinnslu í matvælaframleiðslu

Mynd 1. Niðursoðin þorsklifur frá fyrirtækinu Ajtel, Mynd 2. Frá heimsókn Orkídeu og fulltrúa sveitafélagsins Hornafjarðar til Ajtel -Ásgrímur Arason gæða og birgðastjóra fyrirtækisins fyrir miðju. Mynd 3. Pálmi Sigurgeirsson sem rekur fyrirtækið Frá haus að hala,

Aukin fullvinnsla og fullnýting allra hráefna í virðiskeðju matvæla leiðir til virðisaukningar og verðmætasköpunar. Á ferð Orkídeu til Hafnar í Hornafirði þá heimsóttum við tvö lítil og meðalstór fyrirtæki sem leggja áherslu á aukna fullvinnslu í matvælaframleiðslu. Fyrirtækið Ajtel sýður niður fisklifur (aðallega þorsklifur) sem kemur frá bolfiski sem veiddur er á SA-miðum. Töluðum þar við Ásgrím Arason gæða og birgðastjóra fyrirtækisins sem útskýrði framleiðsluferlið og leyfði okkur að smakka á framleiðslunni! Hittum síðan Pálma Sigurgeirsson sem rekur fyrirtækið Frá haus að hala, þar sem fram fer smáskala kjötverkun og sala á fersku og frosnu kjöti.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. desember 2024
Bændablaðið með frétt og fréttaskýringu um lífgas- og áburðarver
Lesa meira
12. desember 2024
Starf Orkídeu framlengt um 3 ár
Lesa meira
26. nóvember 2024
Kúabúið í Flatey á Mýrum heimsótt
Lesa meira
25. nóvember 2024
Heimsókn í Mýrdalshrepp
Lesa meira