16. september 2021

Orkídea og Eimur fá styrk úr Matvælasjóði

Systurverkefnin Eimur og Orkídea hlutu í gær 3 milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til að framkvæma hagkvæmnisathugun á uppsetningu frostþurrkunarvers á Íslandi.

Frostþurrkun er vannýtt verkunaraðferð. Aðferðin varðveitir bragð, áferð og lit matvæla mun betur en hitaþurrkun og geymsluþol er margfalt samanborið við frystingu. Aðferðin er hinsvegar dýr, enda er hún orkufrek, því hún krefst lofttæmingar. Í dag er skortur á framboði á stærri tækjum hérlendis til framleiðslu. Nokkrir smáframleiðendur matvæla á Íslandi senda hráefni erlendis til frostþurrkunar og fá það svo aftur til pökkunar og sölu.

Í verkefninu verður gerð hagkvæmnisathugun á því að reisa frostþurrkunarver á Íslandi og kanna áhuga innlendra aðila á því að bjóða eða nýta sér slíka þjónustu. Markmiðið er unnt verði í framtíðinni að bjóða hérlendis uppá frostþurrkun sem gengur fyrir grænni orku sem sparar innlendum framleiðendum tíma, peninga og kolefnisspor. Jafnframt viljum við, í samstarfi við áhugasama aðila, opna fyrir tækifæri fyrir smærri aðila til vöruþróunar með aðferðinni, og stuðla þannig að nýsköpun og verðmætasköpun  í matvælaframleiðslu á Íslandi.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
10. janúar 2025
Samstarf við Matís endurnýjað
Lesa meira
20. desember 2024
Bændablaðið með frétt og fréttaskýringu um lífgas- og áburðarver
Lesa meira
12. desember 2024
Starf Orkídeu framlengt um 3 ár
Lesa meira
26. nóvember 2024
Kúabúið í Flatey á Mýrum heimsótt
Lesa meira