13. október 2021

Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita opnar fyrir umsóknir

Þátttakendur í síðasta viðskiptahraðli Orkídeu og Landsvirkjunar - StartUp Orkídea

Þriðja árið í röð keyrir Icelandic Startups viðskiptahraðalinn Til sjávar og sveita sem er sérstaklega ætlaður fyrirtækjum í matvælaiðnaði.

Í ár verður hraðallinn keyrður sem sérstakur markaðshraðall að erlendri fyrirmynd og er hann unnin í samstarfi við GAN – Global Accelerator Network.

Fimm fyrirtæki verða valin til þátttöku í hraðlinum sem fer af stað 15. nóvember og keyrir í fjórar vikur. Þátttakendur fá aðgang að sameiginlegri vinnuaðstöðu og njóta leiðsagnar fjölda reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga auk fræðslu og þjálfunar. Viðskiptahraðlar hafa fyrir löngu sýnt sig og sannað í að koma góðri hugmynd í framkvæmd.

Hér má fá nánari upplýsingar og sækja um. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. mars 2025
Grein starfsfólks Orkídeu um hringrásargarða birt í Bændablaðinu
Lesa meira
18. mars 2025
Góður hugarflugsfundur á Flúðum um tækifæri í jarðhita
Lesa meira
6. mars 2025
Lífgas ehf – rekstrarfélag um lífgas- og áburðarvinnslu í Uppsveitum stofnað
Lesa meira
3. mars 2025
Staða garðyrkjunnar – grein þingmanns í Bændablaðinu
Lesa meira