13. október 2021

Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita opnar fyrir umsóknir

Þátttakendur í síðasta viðskiptahraðli Orkídeu og Landsvirkjunar - StartUp Orkídea

Þriðja árið í röð keyrir Icelandic Startups viðskiptahraðalinn Til sjávar og sveita sem er sérstaklega ætlaður fyrirtækjum í matvælaiðnaði.

Í ár verður hraðallinn keyrður sem sérstakur markaðshraðall að erlendri fyrirmynd og er hann unnin í samstarfi við GAN – Global Accelerator Network.

Fimm fyrirtæki verða valin til þátttöku í hraðlinum sem fer af stað 15. nóvember og keyrir í fjórar vikur. Þátttakendur fá aðgang að sameiginlegri vinnuaðstöðu og njóta leiðsagnar fjölda reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga auk fræðslu og þjálfunar. Viðskiptahraðlar hafa fyrir löngu sýnt sig og sannað í að koma góðri hugmynd í framkvæmd.

Hér má fá nánari upplýsingar og sækja um. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
10. janúar 2025
Samstarf við Matís endurnýjað
Lesa meira
20. desember 2024
Bændablaðið með frétt og fréttaskýringu um lífgas- og áburðarver
Lesa meira
12. desember 2024
Starf Orkídeu framlengt um 3 ár
Lesa meira
26. nóvember 2024
Kúabúið í Flatey á Mýrum heimsótt
Lesa meira