Helga Gunnlaugsdóttir, rannsóknar og þróunarstjóri Orkídeu, heimsótti í vikunni Expo 2020 sem haldin er í Dubai. Expo 2020 er stærsta heimssýning sem haldin hefur verið, sýningarsvæðið nær yfir 440 hektara svæði og samtals taka 192 þjóðir þátt. Sýningin er haldin undir kjörorðunum „Tenging hugar, sköpun framtíðar, endurnýjanleg orka og umhverfismál.
Expo svæðinu er skipt upp í 3 svæði:
- Sjálfbærni (e. Sustainabiliy) – á þessu svæði er hægt að sjá í verki nýjustu tækni og lausnir hvernig mannkynið getur lifað í sátt við náttúruna í framtíðinni t.d. með betri nýtingu sólarorku og vinna vatn úr vatnsgufu í andrúmsloftinu. Gott dæmi um þetta er skáli Hollands sem er algerlega sjálfbær og er hannaður sem lokuð hringrás sem framleiðir sína eigin orku, vatn og meira að segja matvæli (sjá mynd hér ofar).
- Hreyfanleiki (e. Mobility )– Hér má sjá hvernig nýjasta tækni tengir heiminn og knýr hann áfram á stafrænan hátt. Sýnd eru dæmi um þróunin í sjálfkeyrandi ökutæki og geimvísindum ofl.
- Tækifæri (e. Opportunity)– Hér er lögð áhersla á að ein manneskja getur verið lykillinn að því að opna ný tækifæri sem getur hjálpað einstaklingum og samfélögum til að skapa betri framtíð.
Við birtum fleiri myndir og fróðleiksmola frá sýningunni á næstu dögum!
Helga með sólarrafhlöður í bakgrunni á heimssýningunni í Dubai