21. mars 2022

LiveFood undirbýr framleiðslu vegan osta í Hveragerði

F.v. Helga, Elli og Hrafnhildur

Starfsmenn Orkídeu heimsóttu LiveFood frumkvöðlana í aðstöðu sem þau Elli (Erlendur Eiríksson) og Fjóla (Fjóla Einarsdóttir), eigendur LiveFood eru að koma upp í Hveragerði. Húsnæðið fjármögnuðu þau að hluta með crowd funding á Carolina Fund og fengu afbragðs viðtökur. Húsnæðið er tæpir 200 fm og stefnan er að leigja út frá sér einhvern hluta húsnæðisins, ekki síst til matvælaframleiðslu. Húsnæðið er búið niðurföllum í gólfi, 3ja fasa rafmagni og gufuinntaki sem nýtist til hita og við matvælaframleiðslu. Nú standa yfir miklar framkvæmdir við koma húsnæðinu í framleiðslutækt form þannig að það standist reglur um matvælaframleiðslu. Þá munu dýrindis innlendir vegan ostar verða á boðstólum fyrir íslenska neytendur, eitthvað til að hlakka til að borða!

Til hamingju með áfangann, Elli og Fjóla!

Fleiri fréttir

Allar fréttir
26. apríl 2024
Kornræktarfélag Suðurlands stofnað
Lesa meira
22. apríl 2024
Ársskýrsla Orkídeu 2023 komin út
Lesa meira
8. apríl 2024
Skoðunarferð á lífgasstöðvar í Belgíu
Lesa meira
30. mars 2024
Fyrstu niðurstöður Value4Farm
Lesa meira