28. mars 2022

Dagur atvinnulífsins á Suðurlandi 28. apríl nk.

Dagur atvinnulífsins á Suðurlandi verður haldinn 28.apríl nk. en að deginum stendur sveitarfélagið Árborg í samstarfi við Háskólafélag Suðurlands (HfSu), Atorku og Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA).

Þema ráðstefnunnar er atvinnulífiðnýsköpun og menntun á Suðurlandi þar sem fyrirlesarar koma úr röðum atvinnurekanda, Samtökum atvinnulífsins, Rannís, Fjölbrautarskóla Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands. Eftir erindin verður vinnustofa þar sem þátttakendur taka virkan þátt í að móta framtíð sunnlensks atvinnulífs.

Áhugasöm fyrirtæki, félög og stofnanir geta kynnt starfsemi sína í kynningarbásum yfir daginn. Nánari upplýsingar gefur Ólafur Rafnar Ólafsson, atvinnu- og viðburðafulltrúi, olafur.rafnar@arborg.is

Í lok dags verður öllum ráðstefnugestum boðið í móttöku í Skyrlandi sem er ný upplifunarsýning í Mjólkurbúinu í miðbæ Selfoss.

Atvinnulífið á Suðurlandi er öflugt og fjölbreytt. Mætum nýjum tækifærum af krafti og eflum í sameiningu samstöðu atvinnulífsins á Suðurlandi.

Skráning á daginn er hér

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. desember 2024
Bændablaðið með frétt og fréttaskýringu um lífgas- og áburðarver
Lesa meira
12. desember 2024
Starf Orkídeu framlengt um 3 ár
Lesa meira
26. nóvember 2024
Kúabúið í Flatey á Mýrum heimsótt
Lesa meira
25. nóvember 2024
Heimsókn í Mýrdalshrepp
Lesa meira