28. mars 2022

Dagur atvinnulífsins á Suðurlandi 28. apríl nk.

Dagur atvinnulífsins á Suðurlandi verður haldinn 28.apríl nk. en að deginum stendur sveitarfélagið Árborg í samstarfi við Háskólafélag Suðurlands (HfSu), Atorku og Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA).

Þema ráðstefnunnar er atvinnulífiðnýsköpun og menntun á Suðurlandi þar sem fyrirlesarar koma úr röðum atvinnurekanda, Samtökum atvinnulífsins, Rannís, Fjölbrautarskóla Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands. Eftir erindin verður vinnustofa þar sem þátttakendur taka virkan þátt í að móta framtíð sunnlensks atvinnulífs.

Áhugasöm fyrirtæki, félög og stofnanir geta kynnt starfsemi sína í kynningarbásum yfir daginn. Nánari upplýsingar gefur Ólafur Rafnar Ólafsson, atvinnu- og viðburðafulltrúi, olafur.rafnar@arborg.is

Í lok dags verður öllum ráðstefnugestum boðið í móttöku í Skyrlandi sem er ný upplifunarsýning í Mjólkurbúinu í miðbæ Selfoss.

Atvinnulífið á Suðurlandi er öflugt og fjölbreytt. Mætum nýjum tækifærum af krafti og eflum í sameiningu samstöðu atvinnulífsins á Suðurlandi.

Skráning á daginn er hér

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. júní 2025
Orkídea og ON í samstarf um nýsköpun í Jarðhitagarðinum
Lesa meira
19. júní 2025
Ársskýrsla Orkídeu 2024 komin út
Lesa meira
16. júní 2025
Bændablaðið segir frá ráðstefnu Orkídeu og Eims um lífgas og áburð
Lesa meira
6. júní 2025
Vel heppnuð ráðstefna Orkídeu og Eims um lífgas og áburðarframleiðslu
Lesa meira