24. maí 2022

Orkídea á ManuREsource ráðstefnunni í Hollandi

Sveinn og Helga ásamt samstarfskonu úr HE Evrópuumsókn, Marieke Verbeke (á miðri mynd) sem var einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar

Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri og Helga Gunnlaugsdóttir R&Þ stjóri Orkídeu tóku nýlega þátt í ManuREsource ráðstefnu sem haldin var í Hertogenbosch í Hollandi, dagana 11-13 maí sl.

ManuREsource er alþjóðleg ráðstefna sem nú var haldin í fimmta sinn og leggur hún áherslu á að gefa innsýn í þróun og nýjungar á sviði tæknilausna til nýtingar á búfjáráburði með það að markmiði að nýta þessa lífrænu auðlind sem best t.d. til orkuframleiðslu, endurheimt næringarefna og áburðarnotkun í ræktun, vinnslu á metani og koltvísýringi ofl. Sömuleiðis voru stefnumótandi aðgerðir sem gripið hefur verið til í Evrópu til að takast á við mikið magn búfjáráburðar, umfram nýtingarmöguleika á bújörðum, á vissum svæðum í Evrópu, kynntar og ræddar. Bæði hvað varðar áburðarstjórnun í víðum skilningi sem og meðhöndlun og notkun búfjáráburðar í einstökum Evrópulöndum.

Áhersla var lögð á að hætta að líta á búfjáráburð sem úrgang, heldur sem lífræna auðlind sem hægt er að nýta  á marga vegu og stuðla að því að þessi auðlind verið hornsteinn hringrásarhagkerfis.

Nánar verður sagt frá ráðstefnunni síðar hér á vefsíðunni.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. júní 2025
Orkídea og ON í samstarf um nýsköpun í Jarðhitagarðinum
Lesa meira
19. júní 2025
Ársskýrsla Orkídeu 2024 komin út
Lesa meira
16. júní 2025
Bændablaðið segir frá ráðstefnu Orkídeu og Eims um lífgas og áburð
Lesa meira
6. júní 2025
Vel heppnuð ráðstefna Orkídeu og Eims um lífgas og áburðarframleiðslu
Lesa meira