4. febrúar 2021

Hveragerðisbær heimsóttur

Starfsmenn Orkídeu, f.v. Helga og Sveinn heimsóttu Aldísi bæjarstjóra í Hveragerði

Við heimsóttum Aldísi Hafsteinsdóttur bæjarstjóra Hveragerðisbæjar í gær. Aldís hefur mikinn áhuga á frumkvöðlastarfi og nýsköpun enda komin af miklum frumkvöðlum sem stofnuðu Kjörís á sínum tíma og er enn í eigu fjölskyldunnar sem rekur fyrirtækið af miklum myndarskap. Við ræddum tækifæri til nýsköpunar í sveitarfélaginu en þau eru fjölmörg. Næg gufa er til staðar í bænum sem má nýta í ýmis konar starfsemi og er nú þegar notuð t.d. í Kjörís, til bjórgerðar í Ölverk (sem er m.a. í eigu dóttur Aldísar), til þvotta í þvottahúsi Grundar/Áss dvalar- og elliheimila, til að hreinsa plast hjá Pure North o.sv.fr. Lóðarými fyrir léttan iðnað og garðyrkju er til staðar í bænum og starfsstöð LbhÍ innan seilingar á Reykjum. Tækifærin eru alls staðar!

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. júní 2025
Orkídea og ON í samstarf um nýsköpun í Jarðhitagarðinum
Lesa meira
19. júní 2025
Ársskýrsla Orkídeu 2024 komin út
Lesa meira
16. júní 2025
Bændablaðið segir frá ráðstefnu Orkídeu og Eims um lífgas og áburð
Lesa meira
6. júní 2025
Vel heppnuð ráðstefna Orkídeu og Eims um lífgas og áburðarframleiðslu
Lesa meira