15. desember 2022

Armfield Engineering með tæki fyrir smáskala framleiðslu

Iain Cumming, sölustjóra Armfield co. og Helga, R&Þ stjóri Orkídeu

Básinn hjá Armfield Engineering var einn af þeim áhugaverðustu sem við heimsóttum á Food Ingredients Europe sýningunni. Við áttum gott spjall við Iain Cumming, sölustjóra hjá fyrirtækinu. Armfield Engineering sem hannar og framleiðir smáskala rannsókna- og framleiðslutækjabúnað, fyrir matvæla-, drykkjar-, mjólkur-, matarolíu- og lyfjaiðnaðinn.  Tækjabúnaðurinn frá Armfield er notaður af mörgum af leiðandi fyrirtækjum í þessum geirum þar sem þau gera vísindamönnum og framleiðendum kleift að gera raunhæfar tilraunir á litlum skala sem endurspegla iðnaðarframleiðsluferla. Slíkur búnaður einfaldar framleiðendum síðan að skala upp og sannreyna ferlana í raunverulegu iðnaðarumhverfi.

Armfield  hefur líkað unnið að uppbyggingu nýsköpunarsetra  á sviði matvælaframleiðslu í Bretlandi t.d. fyrir Campden BRI í Englandi  sem býður uppá ýmsa rannsóknarþjónustu og aðstöðu fyrir lítil og meðalstór matvælaframleiðslufyrirtæki t.d. varðandi framleiðslutækni og vöruþróun.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
25. ágúst 2025
Terraforming LIFE fundar með ESB fulltrúum í Ölfusi
Lesa meira
11. ágúst 2025
StartUp Landið hefst í september
Lesa meira
7. ágúst 2025
Örnám í frumkvöðlafræðum hjá HfSu
Lesa meira
20. júní 2025
Orkídea og ON í samstarf um nýsköpun í Jarðhitagarðinum
Lesa meira