28. desember 2022

Baseload nýtir varmaorku til rafmagnsframleiðslu

Fyrirtækið Baseload, sem hét áður Varmaorka, hefur unnið að borun og uppsetningu varmavirkjana á Suðurlandi. Fyrirtækið er með virkjun að Kópsvatni í Hrunamannahreppi. Aflvélar virkjunarinnar nýta lághita (120-150°C) til orkuframleiðslu en það hitasvið er of kallt til hefðbundinnar orkuframleiðslu með túrbínum. Umframorkan (heitt vatn) fer síðan á nálæga bæi og til hitaveitu Hrunamanna. Ragnar Sær Ragnarsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Baseload fór yfir starfsemi fyrirtækisins í viðtali við Morgunblaðið þ. 23. des. sl. Ragnar segir m.a. í viðtalinu: „Við erum einnig tilbúnir að fjárfesta í borun á vænlegum stöðum til þess að framleiða raforku og selja heita vatnið til matvælaframleiðslu og ýmiss konar atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar sem við teljum að geti átt samleið með okkur. Það á örugglega eftir að gerast.“ Orkídea og Baseload hafa unnið saman  í hugmyndavinnu um nýtingu varmaorku til matvælaframleiðslu og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

Viðtalið í heild sinni má nálgast hér

Fleiri fréttir

Allar fréttir
26. apríl 2024
Kornræktarfélag Suðurlands stofnað
Lesa meira
22. apríl 2024
Ársskýrsla Orkídeu 2023 komin út
Lesa meira
8. apríl 2024
Skoðunarferð á lífgasstöðvar í Belgíu
Lesa meira
30. mars 2024
Fyrstu niðurstöður Value4Farm
Lesa meira