Orkídea leitar að öflugum einstaklingi, sem er til í gott hugarflug og með auga fyrir nýjum hugmyndum og lausnum, í starf verkefnastjóra í uppbyggingu Grænna iðngarða á Suðurlandi, í anda hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins og nýsköpunar.
Grænn iðngarður er samstarfsnet fyrirtækja á ákveðnu atvinnusvæði þar sem skipst er á orku og hráefnum þar sem úrgangur og straumar eins fyrirtækis getur nýst sem auðlind annars. Innviðir græns iðngarð eru skipulagðir með samvinnu í huga er varðar þjónustu og viðskipti fyrirtækjanna innan garðsins. Uppbygging græns iðngarðs styður við sjálfbærni með innleiðingu félagslegra, efnahagslegra og umhverfisvænna sjónarmiða í skipulagi, stýringu og framkvæmd.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Hæfniskröfur:
Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar nk.
Starfsstöð er á Suðurlandi. Öll kyn eru hvött til að sækja um. Umsókn, sem sendist á orkidea@orkidea.is, skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi um hæfni umsækjanda til að gegna starfinu.