Umsóknarfrestur í marga sjóði sem styrkja frumkvöðlastarf og nýsköpun er núna í lok febrúar eða miðjan mars. Þar má nefna:
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvæla. Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun og markaðssókn á erlendum mörkuðum. Sjóðurinn fylgir eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í þessum tilgangi styrkir sjóðurinn verkefni og rannsóknir einstaklinga og lögaðila.
Opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til 28. febrúar nk. Allar upplýsingar um sjóðinn er að finna hér
Tækniþróunarsjóður er með nokkra undirsjóði sem allir hafa umsóknarfrest til 15. mars nk.:
Sproti er fyrir ung nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla og er ætlaður til að styðja við verkefni á byrjunarstigi.
Vöxtur og Sprettur er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Styrkur getur numið allt að 20 milljónum króna samanlagt á tveimur árum, þó ekki meira en 10 milljónum króna á hvoru ári.
Markaður er eingöngu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem verja að lágmarki 10% af rekstrargjöldum til rannsókna- eða þróunarstarfs samkvæmt síðasta reikningsári. Markaður er markaðsstyrkur til fyrirtækja sem skiptist í tvo ólíka flokka: Markaðsþróun og Markaðssókn. Þessum flokkum er ætlað að styðja við fyrirtæki á mismunandi stigum í undirbúningi afurðar á markað.
Þar að auki er Fræ sem er undirbúningsstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja eða einstaklinga og er sniðinn að verkefnum á hugmyndastigi eða á frumstigi í þróun afurðar og Þróunarfræ sem er forkönnunarstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja og einstaklinga til að ráðast í þróunarsamvinnuverkefni. Þessir styrkir eru ætlaðir fyrirtækjum 5 ára og yngri og til einstaklinga/frumkvöðla. Alltaf er opið fyrir umsóknir. Næst verða umsóknir teknar fyrir 15. febrúar 2023. Allar umsóknir sem berast eru teknar fyrir og úthlutun tilkynnt að lágmarki tvisvar á ári.
Þess má geta að Tækniþróunarsjóður heldur kynningarfund um sjóði og skattafrádrátt vegna rannsókna og þróunarstarfs fimmtudaginn 16. feb. nk.
Kría- sprota- og nýsköpunarsjóður auglýsir eftir umsóknir um fjárfestingu. Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl 2023. Allar nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna hér.
auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2023 lausa til umsóknar. Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 40.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 4.000.000.
Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum.
Umsóknarfrestur er frá 1.febrúar til og með 28.febrúar og skal sækja um rafrænt á heimasíðunni www.atvinnumalkvenna.is