23. mars 2023

Dr. Magnús Yngvi Jósefsson ráðinn til Orkídeu

Magnús Yngvi Jósefsson

Dr. Magnús Yngvi Jósefsson hefur gengið til liðs við Orkídeu sem verkefnastjóri grænna iðngarða. Magnús er með doktorsgráðu í viðskiptum og stjórnun og meistaragráðu í stjórnun fyrirtækja í ferðaiðnaði og hafa rannsóknir Magnúsar skoðað hvernig lítil og meðalstór fyrirtæki fóta sig í stafrænum heimi stöðugra umbreytinga. Magnús starfaði áður sem rannsóknarstjóri Reykjavíkurborgar og leiddi það verkefni að tengja borgina evrópsku rannsóknar og nýsköpunarumhverfi með þátttöku í rannsóknar og nýsköpunaráætlun ESB – Horizon 2020.  Magnús hefur að auki starfað bæði í Sviss og í Bretlandi og býr að öflugum tengingum í rannsóknar og nýsköpunarumhverfi í báðum þessum löndum auk þess að hafa starfað með fjölmörgum aðilum í rannsóknar og nýsköpunarumhverfi Evrópu. Magnús á sögu að rekja á Suðurlandið, meðal annars á Eyrarbakka og á Arnarbæli í Ölfusi. Magnús verður verkefnastjóri í þróun grænna iðngarða á Suðurlandi af hálfu Orkídeu og mun sinna öðrum tilfallandi verkefnum á sviði viðskiptaþróunar og nýsköpunar á Suðurlandi.

Við bjóðum Magnús hjartanlega velkomin til starfa hjá Orkídeu og hlökkum til samstarfsins!

Fleiri fréttir

Allar fréttir
26. apríl 2024
Kornræktarfélag Suðurlands stofnað
Lesa meira
22. apríl 2024
Ársskýrsla Orkídeu 2023 komin út
Lesa meira
8. apríl 2024
Skoðunarferð á lífgasstöðvar í Belgíu
Lesa meira
30. mars 2024
Fyrstu niðurstöður Value4Farm
Lesa meira