29. júní 2023

Verkefni Frostþurrkunar ehf, Landeldis, Orkídeu og Matís um hliðarafurðir laxeldis á landi fær 6,5 mkr styrk

Mynd: Landeldi ehf

Verkefnið „Verðmætaaukning hliðarafurða laxa úr landeldi“ hlaut 6,5 mkr styrk við úthlutun úr Lóusjóði 2023. Um er að ræða samstarfsverkefni Frostþurrkun ehf, Landeldi ehf, Matís ohf og Orkídeu. Markmið verkefnisins er að framleiða afurðir úr hliðarstraumum landeldis með notkun frostþurrkunar.

Fyrirtækið Frostþurrkun ehf hóf nýlega starfsemi í Þorlákshöfn og er þar um að ræða fyrstu iðnaðarfrostþurrkunina á Íslandi. Í Þorlákshöfn er auk þess þegar hafin stórfelld uppbygging landeldis þar sem nokkur fyrirtæki hafa áform um að framleiða allt að 100 þúsund tonn af landeldislaxi á ári. Stærsta fyrirtækið í þeim hópi er fyrirtækið Landeldi sem hefur áform um að framleiða allt að 33 þúsund tonn af landeldislöxum á ári. Frostþurrkun ehf er staðsett aðeins örfáa kílómetra frá uppeldisstöðvum og vinnslustað Landeldis og er því í kjörstöðu til að taka við hráefnum og hliðarafurðum til fullvinnslu. Niðurstöður verkefnisins munu því auka fullvinnslu hliðarafurða í heimabyggð og leiða til verðmætasköpunar, sömuleiðis mun það spara töluverðan kostnað og minnka losun gróðurhúsalofttegunda sem annars hlytist af flutningum hráefnis.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
11. október 2024
Fundur bænda um lífgas og áburð í Bændablaðinu
Lesa meira
2. október 2024
Góður fundur með kúabændum í uppsveitum Árnessýslu um lífgas
Lesa meira
17. september 2024
Staðbundin orkuframleiðsla í landbúnaði Evrópu
Lesa meira
16. september 2024
Uppbyggingarsjóður Suðurlands – umsóknir til 1.okt. nk.
Lesa meira