23. október 2023

Góður upphafsfundur Value4Farm verkefnisins

Orkídea samstarfverkefni á Suðurlandi sótti upphafsfund nýsköpunarverkefnisins Value4Farm sem haldin var í Brussel 12. og 13. október síðastliðin og fór vel á með þátttakendum. Það er mjög mikilvægt að fá strax tækifæri til að kynnast þátttakendum verkefnisins og þeirri þekkingu og reynslu sem þau leggja á borð með sér. Á fundinum voru lagðar línur um næstu skref í vinnupökkum verkefnisins.

Value4Farm verkefnið er til 42 mánaða og er ætlað að styrkja sjálfbærni í landbúnaði með því að sannreyna nýjar virðiskeðjur sem tengja saman sjálfbærni í matvælaframleiðslu og endurnýjanlega orkugjafa. Markmiðið er að lágmarka notkun á jarðefnaeldsneyti og helst skipta því út fyrir umhverfisvænni valkosti. Metnaður verkefnisins er að umhverfisvænir orkugjafar geti uppfyllt orkuþarfir og sjálfbærni í landbúnaði með staðbundinni orkuframleiðslu.  

Orkídea bindur vonir við að þátttaka í Value4Farm styrki enn frekar nýsköpun í íslenskum landbúnaði og að afurðir verkefnisins verði uppspretta hugmynda og nýsköpunar á Suðurland. Value4Farm er samstarfsverkefni 14 aðila frá 10 Evrópulöndum. Framlag Evrópusambandsins til verkefnisins er rúmar 6 milljónir Evra eða tæpar 940 milljónir íslenskra króna. Magnús Yngvi Jósefsson leiðir aðkomu Orkídeu að verkefninu og áhugasömum er bent á netpóstfangið magnus@orkidea.is  

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. desember 2024
Bændablaðið með frétt og fréttaskýringu um lífgas- og áburðarver
Lesa meira
12. desember 2024
Starf Orkídeu framlengt um 3 ár
Lesa meira
26. nóvember 2024
Kúabúið í Flatey á Mýrum heimsótt
Lesa meira
25. nóvember 2024
Heimsókn í Mýrdalshrepp
Lesa meira