26. apríl 2024

Kornræktarfélag Suðurlands stofnað

Ný stjórn Kornræktarfélags Suðurlands, f.v. Óli á Þorvaldseyri, Örn á Sandhóli, Björgvin Þór í Laxárdal og Haraldur Ívar á Reykhóli. Á myndina vantar Magnús Örn frá Eystri-Pétursey sem einnig á sæti í stjórn.

Kornræktarfélag Suðurlands var stofnað sl. miðvikudag í Gunnarsholti. Reyndar endurvakið félag með sama nafni sem hafði verið með litla starfsemi síðustu árin.

Tilgangur félagsins er að sameina þá sem stunda kornrækt á Suðurlandi um hagsmunamál sín og vinna að framgangi þeirra. Félagið ætlar sér að annast kynningar og fræðslustarf um málefni kornræktar og miðlunar á þekkingu og reynslu vegna kornræktar og vinnslu. Félagið mun einnig beita sér fyrir þróun nýrra aðferða við vinnslu og ræktun á korni. Félagið mun auk þess stuðla að því að skapa atvinnu og bæta hag bænda er stunda kornrækt um leið og stutt er við nýsköpun bænda á þessu sviði og stuðla að innlendri framleiðslu  á korni bæði til fóðurs og manneldis. Síðast en ekki síst þá stefnir félagið stefnir að stofnun kornsamlags með þátttöku þeirra kornbænda sem vilja selja korn til annarra bænda, fóðurframleiðenda og annarra sem vilja kaupa korn.

Allir þeir bændur sem stunda eð vilja hefja  kornrækt eða vinnslu úr korni til fóðurs eða manneldis og búsettir eru á Suðurlandi geta gerst félagir.

Framkvæmdastjóri Orkídeu var á fundinum og hélt stutta tölu um þau verkefni Orkídeu sem snerta kornframleiðslu.

Fundurinn var vel sóttur og var að heyra að félagsmenn væru ánægðir með þessa þróun.

Hrannar Smári, tilraunastjóri kornræktar hjá Landbúnaðarháskólanum hélt erindi um kornkynbætur og áætlanir LbhÍ í þeim efnum.

Björgvin Þór, korn- og svínabóndi í Laxárdal fylgdi tillögu að samþykktum félagsins úr hlaði og starfsvettvang þess.

Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Orkídeu, hélt stutt erindi um þau verkefni Orkídeu sem snerta kornrækt og kornvinnslu.

Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, var fundarstjóri en Kornræktarfélagið verður innan Búnaðarsambandsins.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
16. september 2024
Uppbyggingarsjóður Suðurlands – umsóknir til 1.okt. nk.
Lesa meira
13. september 2024
Starf Orkídeu kynnt á vinnufundi BIO2REG ESB-verkefnisins
Lesa meira
9. ágúst 2024
Value4Farm kynnt á World Biogas Expo/Summit
Lesa meira
8. ágúst 2024
Frostþurrkun ehf: „Óplægður akur tækifæra“
Lesa meira