14. maí 2021

Bleikjueldi á Klaustri með mikla möguleika

Við heimsóttum Klausturbleikju á Kirkjubæjarklaustri nýlega og áttum gott spjall við Önnu Magdalenu Buda sem er rekstrarstjóri þar. Eigendur Klausturbleikju eru Fishproducts Iceland í Hafnarfirði. 

Klausturbleikja kaupir seiði úr Ölfusi þegar hvert seiði er um 100 g að þyngd. Seiðin vaxa síðan í sláturstærð eða í 600-1000 g. Landeldið fer fram í 8 körum við Teygingarlæk í Skaftárhreppi, fiskurinn er alin í lindarvatni með jöfnu rennsli og jöfnum hita árið um kring sem skapar grundvöll fyrir fiskeldið. Klausturbleikja er með sjálfvirka fóðrun sem auðveldar vinnuna. Klausturbleikja hefur leyfi til framleiðslu á allt að 90 tonnum af bleikju en gæti aukist umtalsvert ef markaðurinn leyfir. Fyrirtækið er með um 4-5 starfsmenn samtals í verkunarstöðinni á Klaustri og í Teygingarlæk.

Sala hefur minnkað töluvert út af Covid vegna minni sölu til veitingahúsa en horfur eru á að salan aukist með auknum fjölda ferðamanna og frekari opnunar veitingahúsa. Flökunarvél verður tekin í gagnið fljótlega sem sparar tíma og hráefni. Ennfremur er hluti flakanna reyktur og seldur í kjörbúðum.   

Fiskeldi hefur mikla möguleika og landeldi er umhverfisvæn leið í fiskeldi. Fiskeldi hefur gjörbreytt atvinnutækifærum víða á landsbyggðinni og tækifæri til vaxtar eru gríðarleg. Það verður spennandi að fylgjast með þessari atvinnugrein í framtíðinni.

Takk fyrir góðar mótttökur, Anna Magdalena! 

Fleiri fréttir

Allar fréttir
16. desember 2025
Uppfærð stefna ESB um samkeppnishæft og sjálfbært lífhagkerfi (bioeconomy)
Lesa meira
12. desember 2025
Sunnlenskir bændur heimsækja Förka lífgas- og áburðarverið í Færeyjum
Lesa meira
21. nóvember 2025
Ný ör-túrbínutækni við nýtingu lífgass í Value4Farm verkefninu – video
Lesa meira
19. nóvember 2025
Fróðleg skoðunarferð með sunnlenskum bændum um lífgas- og áburðarver í Belgíu
Lesa meira