28. október 2021

Aldingróður ræktar sprettur í Vestmannaeyjum

Í Vestmannaeyjum heimsóttum við þau Einar Sigurð Einarsson og Ingunni Þóru Einarsdóttur sem reka fyrirtækið Aldingróður ehf. Þau rækta grænsprettur (microgreens) allan ársins hring fyrir mötuneyti og veitingastaði á Suðurlandi þ.e. á svæðinu frá Grindavík til Víkur í Mýrdal. Starfsemin fer núna fram í tveim 40 feta gámum en stefnt er að því að fá tvo gáma til viðbótar. Um er að ræða svokallaða lóðrétta ræktun og við hana eru notuð LED ljós og varmadæla sem lágmarkar orkunotkun. Ræktunin krefst 50% minni vatnsnotkunar en hefðbundin ræktun. Eftir að sprettubakkarnir hafa verið notaðir af viðskiptavinum koma starfsmenn Aldingróðurs með nýja sendingu og taka eldri ræktunarbakkana tilbaka með ræktunarmold. Þessari mold er safnað saman og hún nýtt sem jarðvegur til gróðursetningar. Ræktunarbakkarnir eru síðan þrifnir, sótthreinsaðir og notaðir aftur. Þannig er umhverfisáhrifum starfseminnar haldið í lágmarki.

Lykilinn að tryggum viðskiptavinum liggur í gæðum framleiðslunnar, segja þau Einar og Ingunn, og veitingastaðirnir geta reiknað með brakandi ferskum og gómsætum sprettum viku eftir viku!

Fleiri fréttir

Allar fréttir
21. nóvember 2025
Ný ör-túrbínutækni við nýtingu lífgass í Value4Farm verkefninu – video
Lesa meira
19. nóvember 2025
Fróðleg skoðunarferð með sunnlenskum bændum um lífgas- og áburðarver í Belgíu
Lesa meira
4. nóvember 2025
Stefán Friðrik til SASS og Orkídeu
Lesa meira
23. október 2025
Terraforming LIFE á Lagarlíf ráðstefnunni 2025
Lesa meira