Básinn hjá Armfield Engineering var einn af þeim áhugaverðustu sem við heimsóttum á Food Ingredients Europe sýningunni. Við áttum gott spjall við Iain Cumming, sölustjóra hjá fyrirtækinu. Armfield Engineering sem hannar og framleiðir smáskala rannsókna- og framleiðslutækjabúnað, fyrir matvæla-, drykkjar-, mjólkur-, matarolíu- og lyfjaiðnaðinn. Tækjabúnaðurinn frá Armfield er notaður af mörgum af leiðandi fyrirtækjum í þessum geirum þar sem þau gera vísindamönnum og framleiðendum kleift að gera raunhæfar tilraunir á litlum skala sem endurspegla iðnaðarframleiðsluferla. Slíkur búnaður einfaldar framleiðendum síðan að skala upp og sannreyna ferlana í raunverulegu iðnaðarumhverfi.
Armfield hefur líkað unnið að uppbyggingu nýsköpunarsetra á sviði matvælaframleiðslu í Bretlandi t.d. fyrir Campden BRI í Englandi sem býður uppá ýmsa rannsóknarþjónustu og aðstöðu fyrir lítil og meðalstór matvælaframleiðslufyrirtæki t.d. varðandi framleiðslutækni og vöruþróun.