18. febrúar 2021

Ártangi með blóm og gómsætar afurðir

Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir, eigendur Ártanga

Við heimsóttum Gunnar og Eddu á Ártanga garðyrkjustöðinni sem þau eiga og reka. Ártangi telur um 3000 fm undir gleri og um 8 stöðugildi þarf til rekstursins. Gunnar og Edda framleiða sumarblóm, túlípana yfir veturinn og kryddplöntur. Kryddplönturnar eru seldar til verslana. Ártangi hefur starfsleyfi fyrir matvælavinnslu og það er nýtt til að framleiða pestó, kryddsmjör og kryddolíur úr plöntunum. Vörurnar eru unnar í samvinnu við matreiðslumann. Ýmsar forvitnilegar nýjungar er að finna á Ártanga t.d. kóríander pestó og basilíku pestó, sem sendar eru í verslanir ásamt öðru góðgæti frá stöðinni. Ártangi notar að sjálfsögðu eingöngu lífrænar varnir við sína plöntuframleiðslu. Það sem helst stendur frekari framleiðslu fyrir þrifum er skortur á flutningsleiðum á rafmagni og verð á koltvísýringi.

Gunnar er jafnframt formaður Bændasamtaka Íslands og formaður Sambands garðyrkjubænda.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
7. júní 2024
17,7 mkr. styrkur í verkefnið Verðmætaaukning hliðarafurða laxa úr landeldi
Lesa meira
4. júní 2024
Nýjar afurðir Value4Farm ESB verkefnisins
Lesa meira
3. júní 2024
Orkídea, Eimur, Blámi og Eygló með vinnudaga á Austurlandi
Lesa meira
13. maí 2024
Orkídea tekur þátt í tveim viðburðum á Iceland Innovation Week
Lesa meira