Starfsmenn Orkideu sóttu fjölmennan kynningarfund ríkisstjórnarinnar um nýja vaxtarstefnu fyrir Ísland. Fundurinn var afar áhugaverður og vel sóttur af öllum helstu hagaðilum atvinnulífs og atvinnuþróunar.
Áherslur ríkisstjórnarinnar sem fram komu á fundinum eru:
1) Einföldun regluverks og eftirlits
2) Að létta á byggingarregluverð
3) Tiltekt í loftslagsmálum
4) Að framlög til Rannsókna- og þróunar á Íslandi nái 3,5 % af vergri þjóðarframleiðslu
5) Stórframkvæmdir og svæðisbundinn vöxtur út á landi
Orkidea fagnar því að samstarf um mótun Atvinnustefnu sé hafið og hlakkar til samstarfsins á sviði orkutengdrar nýsköpunar og þróunar matvælaframleiðslu í landinu.
Suðurland býr yfir fjölda tækifæra og getur orðið leiðandi á landsvísu á mögrum sviðum.
Virkjum hugmyndirnar og grípum tækifærin til að styrkja landsbyggðina!
Orkidea hlakkar til að leggjast á árarnar með stjórnvöldum og sveitarfélögum til að efla verðmætasköpun og þróa atvinnuhætti á Íslandi fyrir blómstrandi atvinnulíf um allt land.