28. desember 2022

Baseload nýtir varmaorku til rafmagnsframleiðslu

Fyrirtækið Baseload, sem hét áður Varmaorka, hefur unnið að borun og uppsetningu varmavirkjana á Suðurlandi. Fyrirtækið er með virkjun að Kópsvatni í Hrunamannahreppi. Aflvélar virkjunarinnar nýta lághita (120-150°C) til orkuframleiðslu en það hitasvið er of kallt til hefðbundinnar orkuframleiðslu með túrbínum. Umframorkan (heitt vatn) fer síðan á nálæga bæi og til hitaveitu Hrunamanna. Ragnar Sær Ragnarsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Baseload fór yfir starfsemi fyrirtækisins í viðtali við Morgunblaðið þ. 23. des. sl. Ragnar segir m.a. í viðtalinu: „Við erum einnig tilbúnir að fjárfesta í borun á vænlegum stöðum til þess að framleiða raforku og selja heita vatnið til matvælaframleiðslu og ýmiss konar atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar sem við teljum að geti átt samleið með okkur. Það á örugglega eftir að gerast.“ Orkídea og Baseload hafa unnið saman  í hugmyndavinnu um nýtingu varmaorku til matvælaframleiðslu og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

Viðtalið í heild sinni má nálgast hér

Fleiri fréttir

Allar fréttir
27. september 2023
Heimsókn Orkídeu í Búrfellsstöð
Lesa meira
26. september 2023
Uppbyggingarsjóður Suðurlands – frestur til 3. okt nk.
Lesa meira
14. september 2023
Starfsfólki Orkídeu boðið á ýmsar alþjóðlegar ráðstefnur í september
Lesa meira
22. ágúst 2023
Orkídea landar öðrum styrk úr nýsköpunarsjóðum Evrópusambandsins
Lesa meira