30. maí 2022

Brittany í verkefni Ferskrar þurrkunar ehf og Nýsköpunarsjóðs námsmanna

Hrafnhildur Árnadóttir hjá Ferskri þurrkun ehf, í samvinnu við Orkídeu, sótti um og fékk styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að ráða námsmann í nýsköpunarverkefni í frostþurrkun. Hrafnhildur leggur til frostþurrkara, aðstöðu og þekkingu á ferlum frostþurrkunar. Brittany Marie Repella, sem er að leggja síðustu hönd á MS-verkefni sitt í lýðheilsuvísindum, tók við boltanum og mun vinna við frostþurrkunarverkefnið í sumar. Ætlunin er búa til ýmsar afurðir úr vannýttu grænmeti þar sem frostþurrkun kemur við sögu en þessi frábæra geymsluaðferð varðveitir um 95% af bragð- og næringarefnum og viðheldur formi og lögun grænmetisins að miklu leyti. Afurðirnar verða mun léttari og auðveldari í geymslu og flutningi. Orkídea mun veita aðstoð á ýmsum sviðum t.d. í tengslamyndun við framleiðendur og skynmat á afurðum.

Við hittumst nýlega og fórum yfir verkefnið. F.v. á mynd: Sveinn (Orkídea), Hrafnhildur (Fersk þurrkun ehf), Brittany Marie (nemi) og Helga (Orkídea).

Fleiri fréttir

Allar fréttir
13. september 2024
Starf Orkídeu kynnt á vinnufundi BIO2REG ESB-verkefnisins
Lesa meira
9. ágúst 2024
Value4Farm kynnt á World Biogas Expo/Summit
Lesa meira
8. ágúst 2024
Frostþurrkun ehf: „Óplægður akur tækifæra“
Lesa meira
7. júní 2024
17,7 mkr. styrkur í verkefnið Verðmætaaukning hliðarafurða laxa úr landeldi
Lesa meira