30. maí 2022

Brittany í verkefni Ferskrar þurrkunar ehf og Nýsköpunarsjóðs námsmanna

Hrafnhildur Árnadóttir hjá Ferskri þurrkun ehf, í samvinnu við Orkídeu, sótti um og fékk styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að ráða námsmann í nýsköpunarverkefni í frostþurrkun. Hrafnhildur leggur til frostþurrkara, aðstöðu og þekkingu á ferlum frostþurrkunar. Brittany Marie Repella, sem er að leggja síðustu hönd á MS-verkefni sitt í lýðheilsuvísindum, tók við boltanum og mun vinna við frostþurrkunarverkefnið í sumar. Ætlunin er búa til ýmsar afurðir úr vannýttu grænmeti þar sem frostþurrkun kemur við sögu en þessi frábæra geymsluaðferð varðveitir um 95% af bragð- og næringarefnum og viðheldur formi og lögun grænmetisins að miklu leyti. Afurðirnar verða mun léttari og auðveldari í geymslu og flutningi. Orkídea mun veita aðstoð á ýmsum sviðum t.d. í tengslamyndun við framleiðendur og skynmat á afurðum.

Við hittumst nýlega og fórum yfir verkefnið. F.v. á mynd: Sveinn (Orkídea), Hrafnhildur (Fersk þurrkun ehf), Brittany Marie (nemi) og Helga (Orkídea).

Fleiri fréttir

Allar fréttir
16. maí 2023
Melta býr til áburð úr matarafgöngum
Lesa meira
28. apríl 2023
Orkídea, Eimur og Landsvirkjun heimsækja græna iðngarða í Danmörku
Lesa meira
27. apríl 2023
Fjölmennur fundur bænda í kornrækt á Suðurlandi
Lesa meira
31. mars 2023
Ársskýrsla Orkídeu fyrir árið 2022 komin út
Lesa meira