23. mars 2023

Dr. Magnús Yngvi Jósefsson ráðinn til Orkídeu

Magnús Yngvi Jósefsson

Dr. Magnús Yngvi Jósefsson hefur gengið til liðs við Orkídeu sem verkefnastjóri grænna iðngarða. Magnús er með doktorsgráðu í viðskiptum og stjórnun og meistaragráðu í stjórnun fyrirtækja í ferðaiðnaði og hafa rannsóknir Magnúsar skoðað hvernig lítil og meðalstór fyrirtæki fóta sig í stafrænum heimi stöðugra umbreytinga. Magnús starfaði áður sem rannsóknarstjóri Reykjavíkurborgar og leiddi það verkefni að tengja borgina evrópsku rannsóknar og nýsköpunarumhverfi með þátttöku í rannsóknar og nýsköpunaráætlun ESB – Horizon 2020.  Magnús hefur að auki starfað bæði í Sviss og í Bretlandi og býr að öflugum tengingum í rannsóknar og nýsköpunarumhverfi í báðum þessum löndum auk þess að hafa starfað með fjölmörgum aðilum í rannsóknar og nýsköpunarumhverfi Evrópu. Magnús á sögu að rekja á Suðurlandið, meðal annars á Eyrarbakka og á Arnarbæli í Ölfusi. Magnús verður verkefnastjóri í þróun grænna iðngarða á Suðurlandi af hálfu Orkídeu og mun sinna öðrum tilfallandi verkefnum á sviði viðskiptaþróunar og nýsköpunar á Suðurlandi.

Við bjóðum Magnús hjartanlega velkomin til starfa hjá Orkídeu og hlökkum til samstarfsins!

Fleiri fréttir

Allar fréttir
21. nóvember 2025
Ný ör-túrbínutækni við nýtingu lífgass í Value4Farm verkefninu – video
Lesa meira
19. nóvember 2025
Fróðleg skoðunarferð með sunnlenskum bændum um lífgas- og áburðarver í Belgíu
Lesa meira
4. nóvember 2025
Stefán Friðrik til SASS og Orkídeu
Lesa meira
23. október 2025
Terraforming LIFE á Lagarlíf ráðstefnunni 2025
Lesa meira