19. maí 2025

Einar Mäntylä ráðinn til Orkídeu

Dr Einar Mäntylä

Við kynnum með gleði og stolti nýjan liðsmann í Orkídeu teymið, Dr Einar Mäntylä, sem hefur hafið störf sem nýsköpunarráðgjafi hjá Orkídeu.

Einar er með doktorsgráðu í sameindaerfðafræði og MBA í nýsköpun og sprotafyrirtækjum. Einar hefur þriggja áratuga alþjóðlega reynslu af lífvísindum, líftækni og nýsköpun sem byggir á rannsóknum. Hann hefur unnið sem frumkvöðull, stjórnandi og stjórnarmaður  og unnið að tækni- og viðskiptaþróun ásamt stefnumótun á sviði nýsköpunar innan félagasamtaka, fyrirtækja og háskóla. Einar hefur setið í matsnefndum innlendra og erlendra rannsóknar- og nýsköpunarsjóða. Einar leiddi stofnun og starfsemi Auðnu tæknitorgs, landsskrifstofu í þekkingar- og tækniyfirfærslu.

Velkominn til starfa Einar!

Fleiri fréttir

Allar fréttir
11. ágúst 2025
StartUp Landið hefst í september
Lesa meira
7. ágúst 2025
Örnám í frumkvöðlafræðum hjá HfSu
Lesa meira
20. júní 2025
Orkídea og ON í samstarf um nýsköpun í Jarðhitagarðinum
Lesa meira
19. júní 2025
Ársskýrsla Orkídeu 2024 komin út
Lesa meira