19. maí 2025

Einar Mäntylä ráðinn til Orkídeu

Dr Einar Mäntylä

Við kynnum með gleði og stolti nýjan liðsmann í Orkídeu teymið, Dr Einar Mäntylä, sem hefur hafið störf sem nýsköpunarráðgjafi hjá Orkídeu.

Einar er með doktorsgráðu í sameindaerfðafræði og MBA í nýsköpun og sprotafyrirtækjum. Einar hefur þriggja áratuga alþjóðlega reynslu af lífvísindum, líftækni og nýsköpun sem byggir á rannsóknum. Hann hefur unnið sem frumkvöðull, stjórnandi og stjórnarmaður  og unnið að tækni- og viðskiptaþróun ásamt stefnumótun á sviði nýsköpunar innan félagasamtaka, fyrirtækja og háskóla. Einar hefur setið í matsnefndum innlendra og erlendra rannsóknar- og nýsköpunarsjóða. Einar leiddi stofnun og starfsemi Auðnu tæknitorgs, landsskrifstofu í þekkingar- og tækniyfirfærslu.

Velkominn til starfa Einar!

Fleiri fréttir

Allar fréttir
16. júní 2025
Bændablaðið segir frá ráðstefnu Orkídeu og Eims um lífgas og áburð
Lesa meira
6. júní 2025
Vel heppnuð ráðstefna Orkídeu og Eims um lífgas og áburðarframleiðslu
Lesa meira
30. maí 2025
Lífgasráðstefnan 5. júní – dagskrá
Lesa meira
27. maí 2025
Orkídea og samstarfverkefni með vel heppnaðan viðburð á Iceland Innovation Week
Lesa meira