7. október 2022

EIT Food North-West heimsækir Orkídeu og Suðurland

Við hjá Orkídeu, í samvinnu við EIT Food North-West,  héldum viðburð þann 5. okt sl. þar er áhersla var lögð á að kynna fyrirtæki og frumkvöðla sem nýta sér stýrt umhverfi í matvælaframleiðslu og landbúnaði (Controlled Environment Agriculture, CEA) í viðskiptahugmynd sinni. Þátttakendur í viðburðinum voru annars vegar 12 manna hópur á vegum EIT Food North-West frá Bretlandi, Írlandi & Íslandi og hins vegar íslensk fyrirtæki og frumkvöðlar sem eru að vinna að nýsköpun á þessu sviði. Markmiðið með fundinum var að miðla þekkingu og skapa tengsl. Einnig voru heimsótt þrjú fyrirtæki á Suðurlandi sem nýta stýrt umhverfi í sinni matvælaframframleiðslu, þ.e.a.s. Friðheimar, Flúðasveppir og VAXA Technologies Iceland, sem kynntu sína starfsemi fyrir gestunum frá EIT Food North-West.

Fundurinn og heimsóknirnar tókust mjög vel og okkar erlendu gestir voru mjög ánægðir með daginn eins og íslensku þátttakendurnir.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
4. nóvember 2025
Stefán Friðrik til SASS og Orkídeu
Lesa meira
23. október 2025
Terraforming LIFE á Lagarlíf ráðstefnunni 2025
Lesa meira
22. október 2025
Orkídea á Value4Farm ESB verkefnafundi á Ítalíu
Lesa meira
22. september 2025
Við viljum ráða verkefnisstjóra miðlunar
Lesa meira