7. október 2022

EIT Food North-West heimsækir Orkídeu og Suðurland

Við hjá Orkídeu, í samvinnu við EIT Food North-West,  héldum viðburð þann 5. okt sl. þar er áhersla var lögð á að kynna fyrirtæki og frumkvöðla sem nýta sér stýrt umhverfi í matvælaframleiðslu og landbúnaði (Controlled Environment Agriculture, CEA) í viðskiptahugmynd sinni. Þátttakendur í viðburðinum voru annars vegar 12 manna hópur á vegum EIT Food North-West frá Bretlandi, Írlandi & Íslandi og hins vegar íslensk fyrirtæki og frumkvöðlar sem eru að vinna að nýsköpun á þessu sviði. Markmiðið með fundinum var að miðla þekkingu og skapa tengsl. Einnig voru heimsótt þrjú fyrirtæki á Suðurlandi sem nýta stýrt umhverfi í sinni matvælaframframleiðslu, þ.e.a.s. Friðheimar, Flúðasveppir og VAXA Technologies Iceland, sem kynntu sína starfsemi fyrir gestunum frá EIT Food North-West.

Fundurinn og heimsóknirnar tókust mjög vel og okkar erlendu gestir voru mjög ánægðir með daginn eins og íslensku þátttakendurnir.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
24. mars 2023
Orkídea tekur þátt í rannsóknarverkefni um hliðarafurðir garðyrkju
Lesa meira
23. mars 2023
Dr. Magnús Yngvi Jósepsson ráðinn til Orkídeu
Lesa meira
17. mars 2023
Lokadagur hraðalsins „Sóknarfæri í nýsköpun“
Lesa meira
16. mars 2023
Skemmtilegur íbúafundur á Flúðum um auðlindir Hrunamanna
Lesa meira