27. apríl 2023

Fjölmennur fundur bænda í kornrækt á Suðurlandi

Búnaðarsamband Suðurlands (BSSL) og Orkídea stóðu fyrir fjölmennum bændafundi í Þingborg í Flóa í gær um stofnun kornsamlags og kornvinnslu á Suðurlandi. Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Orkídeu setti fund og bauð gesti velkomna. Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri BSSL, var kjörinn fundarstjóri og Helga Gunnlaugsdóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Orkídeu, var kjörin fundarritari. Um 70-80 bændur mættu á fundinn. Helgi Eyleifur Þorvaldsson frá LbhÍ hélt erindi um kornsamlög og kornvinnslur sem var byggt á skýrslu þeirra félaga í LbhÍ, Bleikir akrar.

Að lokinni framsögu Helga var orðið gefið laust fyrir athugasemdir og spurningar. Fjöldi athugasemda og spurninga komu frá fundarmönnum sem Helgi svaraði vel, eftir bestu getu. Almennt voru fundarmenn jákvæðir gagnvart hugmyndum um kornsamlag og kornvinnslu en vildu skoða vel alla möguleika.

Samþykkt var að stofna undirbúningsnefnd til stofnunar samlags og vinnslu og bændur skrifuðu undir viljayfirlýsingu um þátttöku. Í undirbúningsnefnd voru kjörnir:
–  Björgvin Þór Harðarson, Laxárdal
–  Haraldur Ívar Guðmundsson, Reykhóli, og stjórnarmaður í BSSL
–  Ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri
–  Örn Karlsson, Sandhóli
Nefndin tók strax til starfa og kaus Björgvin sem formann nendarinnar. Með nefndinni starfar Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri BSSL.

Frábær mæting á góðan fund með fjörugum og gagnlegum umræðum!

Undirbúningsnefnd fyrir stofnun kornsamlags og -vinnslu: f.v. Örn, Haraldur Ívar, Ólafur og Björgvin Þór.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
16. maí 2023
Melta býr til áburð úr matarafgöngum
Lesa meira
28. apríl 2023
Orkídea, Eimur og Landsvirkjun heimsækja græna iðngarða í Danmörku
Lesa meira
27. apríl 2023
Fjölmennur fundur bænda í kornrækt á Suðurlandi
Lesa meira
31. mars 2023
Ársskýrsla Orkídeu fyrir árið 2022 komin út
Lesa meira