19. nóvember 2025

Fróðleg skoðunarferð með sunnlenskum bændum um lífgas- og áburðarver í Belgíu

Við hjá Orkídeu áttum þess kost að fara í mjög fróðlega skoðunarferð um lífgas- og áburðarver í Belgíu, þar sem við, ásamt bændum af Suðurlandi o.fl., skoðuðum þessa tækni sem á fullt erindi inn í íslenska hringrásarhagkerfið og landbúnað. Ferðin var skipulögð af Value4Farm ESB verkefninu sem Orkídea tekur þátt í ásamt 13 öðrum rannsóknar- og þróunaraðilum í Evrópu. Við vinnum einnig að lífgastækninni í Ölfusi í Terraforming LIFE ESB verkefninu ásamt First Water, Bændasamtök Íslands, Ölfus Cluster og SMJ í Færeyjum.

Lífgas- og áburðarver eru til ýmsum útgáfum. Við hjá Orkídeu erum að skoða tvenns konar módel í okkar ESB verkefnum, annars vegar einskonar samlag kúa- og garðyrkjubænda í uppsveitum Árnessýslu þar sem kúabændur leggja inn mykju í lífgasverið og garðyrkjubændur leggja inn sinn garðyrkjuúrgang frá sínum stöðvum. Eftir loftfirrða gerjun í verinu kemur út lífgas, sem má nýta til orkuframleiðslu (hiti og rafmagn) eða til metanframleiðslu til að knýja ökutæki og jafnframt myndast koltvísýringur sem er nauðsynlegur í ræktun í gróðurhúsum. Kúabændur fá lífrænan áburð tilbaka sem er að mörgu leyti betri og næringarríkari (garðyrkjuúrgangur) en sú mykja sem nú er nýtt á tún þeirra.

Hins vegar erum við undirbúa lífgas- og áburðarver í Þorlákshöfn undir merkjum FirstWater í Terraforming LIFE verkfninu sem mun nýta svínamykju og fiskamykju til lífgas- og áburðargerðar.

Ferlið er það sama í báðum tilvikum.

Spennandi tímar framundan!

F.v. Sveinn (Orkídea), Axel (Espiflöt) og Arnar Bjarni (Gunnbjarnaholt)

Sander Vandendriessche frá InAgro í Belgíu, verkefnisstjóri Value4Farm, við metantraktor InAgro sem gengur fyrir metangasi frá lífgasstöð InAgro.

Lífgasstöð BBA í Belgíu sem tekur við 90.000 tonnum af ýmsum landbúnaðarúrgangi frá bændum í nágrenninu t.d. maísleifum og mykju af ýmsu tagi.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
16. desember 2025
Uppfærð stefna ESB um samkeppnishæft og sjálfbært lífhagkerfi (bioeconomy)
Lesa meira
12. desember 2025
Sunnlenskir bændur heimsækja Förka lífgas- og áburðarverið í Færeyjum
Lesa meira
21. nóvember 2025
Ný ör-túrbínutækni við nýtingu lífgass í Value4Farm verkefninu – video
Lesa meira
19. nóvember 2025
Fróðleg skoðunarferð með sunnlenskum bændum um lífgas- og áburðarver í Belgíu
Lesa meira