18. nóvember 2022

Frumkvöðlar á sviði orku, matar og vatns með kynningu í Sjávarklasanum 23. nóv

Orkídea, Eimur, Blámi og Íslenski sjávarklasinn efna til Energy Happy Hour miðvikudaginn 23. nóv. nk. kl. 18-20 í húsnæði Sjávarklasans að Grandagarði 16. Við heyrum örkynningar frá frumkvöðlum á sviði orku, matar og vatns úr ýmsum landshlutum og reynsluboltar á sviði nýsköpunarfyrirtækja gefa frumkvöðlum góð ráð varðandi kynningar þeirra. Þau nýsköpunarfyrirtæki sem koma frá Suðurlandi eru Vínland, Últra, Livefood og Frostþurrkun. Frábært tækifæri til að kynnast spennandi nýsköpunarhugmyndum frá hugmyndaríkum frumkvöðlum á þessum mikilvægu sviðum. Viðburðurinn er öllum opinn og ókeypis, boðið verður upp á léttar veitingar. Hvetjum alla til að mæta, heyra um spennandi verkefni og þétta tengslanetið!

Sjá nánar á vefsíðu Sjávarklasans hér

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. desember 2024
Bændablaðið með frétt og fréttaskýringu um lífgas- og áburðarver
Lesa meira
12. desember 2024
Starf Orkídeu framlengt um 3 ár
Lesa meira
26. nóvember 2024
Kúabúið í Flatey á Mýrum heimsótt
Lesa meira
25. nóvember 2024
Heimsókn í Mýrdalshrepp
Lesa meira