29. mars 2021

Frumkvöðlarnir á Friðheimum heimsóttir

Við heimsóttum Friðheima í Reykholti og spjölluðum við Knút Rafn Ármann, Helenu Hermundardóttur og Dórótheu Ármann. Rauði þráðurinn í starfsemi Friðheima eru tómatar í ýmsum myndum. Friðheimar hafa verið vinsæll viðkomustaður ferðamanna enda eru gróðurhúsin hjá þeim eru opin og þannig fá gestir innsýn í tómatræktunina, en geta einnig borðað á veitingastað innan um tómatplöntur og krydd. Þegar ljóst var í hvað stefndi vegna heimsfaraldursins var ákveðið að stækka garðyrkjustöðina í Friðheimum um ríflega helming vorið 2020. Samtals bættust við 5.600 fermetrar þar af eru 4.600 ræktunarfermetrar en auk gróðurhúsa eru þar pökkun og vörumótttaka. Miðað við framleiðslu á hefðbundnum tómötum, þá væri hægt að framleiða um 100 kg á fermetra á ári í nýju gróðurhúsunum sem eru með sex metra vegghæð. Ræktunin fer fram allt árið enda eru gróðurhúsin hituð með jarðhita og hátæknilausnir eru notaðar við ræktunina sem stýra áburðargjöf, hita, raka, kolsýrugjöf og lýsingu. Lífrænar varnir eru notaðar gegn meindýrum og áhersla lögð á að ræktunin sé umhverfisvæn. Fyrirtækið leggur áherslu á nýsköpun og hefur m.a. þróað ýmsa matarminjagripi á borð við tómatsultu, pastasósu ofl sem seld eru á staðnum og í vefverslun. Fyrirtækið hefur einnig tekið þátt í ýmsum rannsóknarverkefnum m.a. bestun á lýsingu í ræktun.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
27. september 2023
Heimsókn Orkídeu í Búrfellsstöð
Lesa meira
26. september 2023
Uppbyggingarsjóður Suðurlands – frestur til 3. okt nk.
Lesa meira
14. september 2023
Starfsfólki Orkídeu boðið á ýmsar alþjóðlegar ráðstefnur í september
Lesa meira
22. ágúst 2023
Orkídea landar öðrum styrk úr nýsköpunarsjóðum Evrópusambandsins
Lesa meira