18. mars 2025

Góður hugarflugsfundur á Flúðum um tækifæri í jarðhita

F.v. Hannibal (veitustjóri), Davíð (Kópsvatn), Gunnar (Baseload), Guðmundur (Baseload), Sveinn (Orkídea), Hjörleifur (Baseload), Marta (Kópsvatn), Aldís (sveitarstjóri), Marta Rós (Baseload), Gunnlaugur (SFG), Daði (Veitu- og framkvæmdanefnd) og Bjarney (Veitu- og framkvæmdanefnd). Á myndina vantar ljósmyndarann, Helgu (Orkídea).

Orkídea, Baseload Power og Hitaveita Flúða stóðu fyrir vel heppnuðum fundi með lykilhagaðilum í Hrunamannahreppi þann 12. mars s.l., þar sem fjallað var um tækifæri til aukinnar hagkvæmni, bættrar jarðhitanýtingar og uppbyggingar atvinnutækifæra við Kópsvatnsvirkjun.

Fundurinn var hluti af verkefninu „Smávirkjanir: Hagkvæmni og nýsköpunartækifæri“, sem hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands haustið 2024. Mikilvægur þáttur í verkefnavinnunni felst í samtali og samsköpun hugmynda með heimamönnum, og var fundurinn mikilvægt skref í þeirri vegferð.

Hjörleifur Þór Steingrímsson kynnti starfsemi Baseload Power á Íslandi og fjallaði um áskoranirnar sem fylgja rekstri smávirkjana eins og Kópsvatnsvirkjunar á lághitasvæðum Suðurlands. Hann lagði áherslu á að auka þurfi hagkvæmni slíkra virkjana með bættri auðlindanýtingu, sem geti leitt til frekari atvinnutækifæra á svæðinu.

Að kynningunni lokinni var fundarmönnum boðið að taka þátt í hugarflugi um aukna nýtingu jarðhitans og uppbyggingu atvinnutækifæra við Kópsvatnsvirkjun. Margar spennandi hugmyndir komu fram, og sköpuðust fjörugar umræður í kjölfarið.

Orkídea vinnur nú að því að taka saman helstu niðurstöður fundarins. Það er bæði nauðsynlegt og mikilvægt að fá umræðu og ábendingar heimamanna um atvinnuskapandi hugmyndir í heimabyggð.

Kærar þakkir fyrir góðan og árangursríkan fund!

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. júní 2025
Orkídea og ON í samstarf um nýsköpun í Jarðhitagarðinum
Lesa meira
19. júní 2025
Ársskýrsla Orkídeu 2024 komin út
Lesa meira
16. júní 2025
Bændablaðið segir frá ráðstefnu Orkídeu og Eims um lífgas og áburð
Lesa meira
6. júní 2025
Vel heppnuð ráðstefna Orkídeu og Eims um lífgas og áburðarframleiðslu
Lesa meira