28. september 2023

Heimsókn í Skeiða- og Gnúpverjahrepp

F.v. Helga (Orkídea), Sylvía Karen (Skeiða- og Gnúpverjahr.), Haraldur Þór (Skeiða- og Gnúpverjahr.), Sveinn (Orkídea) og Dóra Björk (Landsvirkjun)

Við heimsóttum skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepp í vikunni og áttum gott spjall við sveitarstjórann, Harald Þór Jónsson og Sylvíu Karen Heimisdóttur, fjármálastjóra. Haraldur hefur verið framarlega í umræðunni um hlut sveitarfélaga af orkuframleiðslu í viðkomandi sveitarfélagi og leiðir til að auka hann. Hvammsvirkjun mun væntanlega rísa í sveitarfélaginu og hagnýting þeirrar grænu orku sem þar verður framleidd, er forsvarsmönnum sveitarfélagsins hugstæð.

Við fræddumst um auðlindir sveitarfélagsins og uppbyggingaráform, m.a. hefur sveitarfélagið gert samning við Landnýtingu ehf. um 30 ha lóð til félagsins sem hyggst reisa 26 ha ylræktarver þar. Orkídea hefur átt samtöl við Landnýtingu ehf. um þessar fyrirætlanir. Forsendur slíkrar starfsemi er tengipunktur og framboð á háspenntri raforku, nægt heitt og kalt vatn og aðgangur að mannauði. Flestar þessar auðlindir eru fyrir hendi í sveitarfélaginu eða nálægum sveitarfélögum. Einnig nefndi Haraldur að búsetuaðstæður og -gæði eru fyrir hendi t.d. fyrir einstaklinga sem vilja vinna fjarvinnu hluta vinnuvikunnar úr sveitinni. Möguleikar sveitarfélagsins eru margir og fullur vilji heimamanna að nýta þá sem best til atvinnusköpunar og búsetugæða.

Takk fyrir móttökurnar og spjallið, Haraldur Þór og Sylvía!

Frétt Bændablaðsins frá 16. sept. sl.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
11. október 2024
Fundur bænda um lífgas og áburð í Bændablaðinu
Lesa meira
2. október 2024
Góður fundur með kúabændum í uppsveitum Árnessýslu um lífgas
Lesa meira
17. september 2024
Staðbundin orkuframleiðsla í landbúnaði Evrópu
Lesa meira
16. september 2024
Uppbyggingarsjóður Suðurlands – umsóknir til 1.okt. nk.
Lesa meira