27. september 2023

Heimsókn Orkídeu í Búrfellsstöð

Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri Búrfellsvirkjunar sagði okkur frá vindmyllum á Hafinu

Nokkrir starfsmenn Orkídeu og Viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjunar (LV) fóru í heimsókn í Búrfellsstöð síðastliðinn mánudag 25. September. Erindið var að kynna starfsemi og áherslur Orkídeu og að fá kynningu á starfseminni á svæðinu. Meðal annars skoðuðum við Búrfellsstöð sem var gangsett 16. september 1969 og er ein af sjö vatnsaflsstöðvum LV á Þjórsársvæðinu.  Einnig skoðuðum við tvær vindmyllur sem LV rekur í rannsóknarskyni á svæði sem kallast Hafið og er norðan við Búrfell. Hvor vindmylla um sig hefur 0,9 MW uppsett afl. Þessar rannsóknir hafa leitt í ljós að aðstæður á Íslandi eru einstaklega hagstæðar og nýtingarstuðull með því hæsta sem mælist á landi í heiminum.

Framkvæmdastjóri Orkídeu hélt erindi um áherslur og hlutverk Orkídeu

Fleiri fréttir

Allar fréttir
16. júní 2025
Bændablaðið segir frá ráðstefnu Orkídeu og Eims um lífgas og áburð
Lesa meira
6. júní 2025
Vel heppnuð ráðstefna Orkídeu og Eims um lífgas og áburðarframleiðslu
Lesa meira
30. maí 2025
Lífgasráðstefnan 5. júní – dagskrá
Lesa meira
27. maí 2025
Orkídea og samstarfverkefni með vel heppnaðan viðburð á Iceland Innovation Week
Lesa meira