27. september 2023

Heimsókn Orkídeu í Búrfellsstöð

Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri Búrfellsvirkjunar sagði okkur frá vindmyllum á Hafinu

Nokkrir starfsmenn Orkídeu og Viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjunar (LV) fóru í heimsókn í Búrfellsstöð síðastliðinn mánudag 25. September. Erindið var að kynna starfsemi og áherslur Orkídeu og að fá kynningu á starfseminni á svæðinu. Meðal annars skoðuðum við Búrfellsstöð sem var gangsett 16. september 1969 og er ein af sjö vatnsaflsstöðvum LV á Þjórsársvæðinu.  Einnig skoðuðum við tvær vindmyllur sem LV rekur í rannsóknarskyni á svæði sem kallast Hafið og er norðan við Búrfell. Hvor vindmylla um sig hefur 0,9 MW uppsett afl. Þessar rannsóknir hafa leitt í ljós að aðstæður á Íslandi eru einstaklega hagstæðar og nýtingarstuðull með því hæsta sem mælist á landi í heiminum.

Framkvæmdastjóri Orkídeu hélt erindi um áherslur og hlutverk Orkídeu

Fleiri fréttir

Allar fréttir
29. nóvember 2023
Norðanátt fjárfestahátíð – opið fyrir umsóknir frumkvöðla
Lesa meira
28. nóvember 2023
Tariello vinnur að spennandi kjötafurðum í Þykkvabæ
Lesa meira
24. nóvember 2023
Orkídea, Blámi o.fl. fá styrk úr Loftslagssjóði til að þróa hitun með segulhitara
Lesa meira
17. nóvember 2023
Orkídea á starfamessu í Vestmannaeyjum
Lesa meira