7. júlí 2021

Heimsókn Orkídeu til Nýheima

Við heimsóttum nýlega Nýheima í Höfn í Hornafirði og áttum góðan fund með Hugrúnu Hörpu Reynisdóttur forstöðumanni Nýheima, Kristínu Völu Þrastardóttur og Guðrún Ásdísi Sturlaugsdóttur sem báðar eru verkefnastjórar hjá Nýheimum. Auk þeirra tóku Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Árdís Erna Halldórsdóttir Atvinnu- og ferðamálafulltrúi þátt í fundinum.  Nýheimar eru þekkingarsetur sem var stofnað 2013. Markmið þess er að stuðla að samstarfi ólíkra stofnana á svæðinu. Menntun, menning , nýsköpun og rannsóknir á Suðausturlandi eru stoðirnar og því er um fjölbreytt verkefni að ræða. Nýheimar hafa gert samstarfssamning við SASS um ráðgjöf á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningar og sér Guðrún Ásdís um ráðgjöfina.

Takk fyrir góðar móttökur!

Fleiri fréttir

Allar fréttir
6. mars 2025
Lífgas ehf – rekstrarfélag um lífgas- og áburðarvinnslu í Uppsveitum stofnað
Lesa meira
3. mars 2025
Staða garðyrkjunnar – grein þingmanns í Bændablaðinu
Lesa meira
19. febrúar 2025
Vinnudagar Orkídeu og samstarfsverkefna á Suðurlandi
Lesa meira
3. febrúar 2025
Rúmenar nýta lághitasvæði með varmadælum til húshitunar
Lesa meira