9. nóvember 2021

Hrafnhildur til starfa fyrir Orkídeu og Eim

Hrafnhildur Árnadóttir, viðskiptafræðingur, er komin til starfa hjá Orkídeu a.m.k. fram á vor. Hrafnhildur mun gera hagkvæmnisathugun á möguleikum á miðlægu frostþurrkunarveri hérlendis en Orkídea og Eimur, systurverkefni Orkídeu á Norðurlandi, fengu styrk úr Matvælasjóði til að sinna því verkefni. Hrafnhildur og eiginmaður hennar, Sigurður Steinar Ásgeirsson, hafa komið sér upp frostþurrkara í tilraunaskyni í bílskúrnum hjá sér í Þorlákshöfn. Þar hafa þau gert tilraunir með frostþurrkun á ýmsu góðgæti t.d. kryddi, bóluþangi, ávöxtum og tómötum. Frostþurrkun viðheldur bragðgæðum og lögun matvæla mun betur en hefðbundin þurrkun. Félagið þeirra heitir Fersk þurrkun ehf.

Hrafnhildur er með BA í alþjóðafræðum frá Háskólanum á Bifröst og MS í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.

Við erum mjög heppin að hafa fengið Hrafnhildi til starfa á þessu spennandi sviði sem frostþurrkun er!

Fleiri fréttir

Allar fréttir
29. nóvember 2023
Norðanátt fjárfestahátíð – opið fyrir umsóknir frumkvöðla
Lesa meira
28. nóvember 2023
Tariello vinnur að spennandi kjötafurðum í Þykkvabæ
Lesa meira
24. nóvember 2023
Orkídea, Blámi o.fl. fá styrk úr Loftslagssjóði til að þróa hitun með segulhitara
Lesa meira
17. nóvember 2023
Orkídea á starfamessu í Vestmannaeyjum
Lesa meira