9. nóvember 2021

Hrafnhildur til starfa fyrir Orkídeu og Eim

Hrafnhildur Árnadóttir, viðskiptafræðingur, er komin til starfa hjá Orkídeu a.m.k. fram á vor. Hrafnhildur mun gera hagkvæmnisathugun á möguleikum á miðlægu frostþurrkunarveri hérlendis en Orkídea og Eimur, systurverkefni Orkídeu á Norðurlandi, fengu styrk úr Matvælasjóði til að sinna því verkefni. Hrafnhildur og eiginmaður hennar, Sigurður Steinar Ásgeirsson, hafa komið sér upp frostþurrkara í tilraunaskyni í bílskúrnum hjá sér í Þorlákshöfn. Þar hafa þau gert tilraunir með frostþurrkun á ýmsu góðgæti t.d. kryddi, bóluþangi, ávöxtum og tómötum. Frostþurrkun viðheldur bragðgæðum og lögun matvæla mun betur en hefðbundin þurrkun. Félagið þeirra heitir Fersk þurrkun ehf.

Hrafnhildur er með BA í alþjóðafræðum frá Háskólanum á Bifröst og MS í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.

Við erum mjög heppin að hafa fengið Hrafnhildi til starfa á þessu spennandi sviði sem frostþurrkun er!

Fleiri fréttir

Allar fréttir
16. júní 2025
Bændablaðið segir frá ráðstefnu Orkídeu og Eims um lífgas og áburð
Lesa meira
6. júní 2025
Vel heppnuð ráðstefna Orkídeu og Eims um lífgas og áburðarframleiðslu
Lesa meira
30. maí 2025
Lífgasráðstefnan 5. júní – dagskrá
Lesa meira
27. maí 2025
Orkídea og samstarfverkefni með vel heppnaðan viðburð á Iceland Innovation Week
Lesa meira