Orkídea er þátttakandi í ESB verkefninu Value4Farm sem meðal annars mun skoða fýsileika þess að reka litlar lífgasverksmiðjur á Suðurlandi. Orkídea með aðstoð Búnaðarsambands Suðurlands hefur dreift skoðanakönnun til að greina viðhorf bænda til þessa og mun bændum hafa borist tölvupóstur þess efnis 1. desember síðastliðinn. Við viljum góðfúslega minna bændur á að þátttaka þeirra í skoðanakönnuninni er okkur mjög mikilvæg þannig að við getum dregið marktækar ályktanir af niðurstöðum til hagsbóta fyrir bændur. Athugið að fjölpóstur getur lent í ruslpósthólfi viðtakanda.
Ef þú fékkst boð um að taka þátt í skoðanakönnun Value4Farm þá væri okkur mikill greiði gerður ef þú sæir þér fært að svara sem fyrst. Það tekur um 15 mínútur að svara könnuninni. Ef þú hefur þegar svarað þá þökkum við kærlega fyrir veitta aðstoð.
Ef þig vantar frekari upplýsingar þá hafðu samband við:
Magnús Yngvi Jósefsson – magnus@orkidea.is
Sími 784 2845