26. nóvember 2024

Kúabúið í Flatey á Mýrum heimsótt

F.v. Birgir Freyr, bússtjóri í Flatey á Mýrum, Helga, Magnús og Sveinn

Við heimsóttum kúabúið í Flatey á Mýrum, sem er með stærri kúabúum á landinu. Bústjóri Flateyjar, Birgir Freyr Ragnarsson og kona hans, Vilborg, tóku vel á móti okkur. Um 700 gripir eru á fóðrum í vetur, 210 mjólkurkýr auk kálfa og geldneyti þ.m.t. eldi á nautakálfum. Stækkun á búinu er fyrirhuguð. Birgir tók við búinu í Flatey 2016 og þá var fjósið tilbúið en ekki aðrar byggingar.

Við kynntum áherslur og markmið Orkídeu og sögðum m.a. frá vinnu Orkídeu fyrir korn/kúabændur, hringrásaráherslur og ESB verkefnum sem Orkídea tekur þátt í, sem bæði eru með áherslu á lífgas- og áburðarframleiðslu þ.e. Terraforming LIFE og Value4Farm. Sveinn kynnti lífgas- og áburðarvinnslu og mismunandi sviðsmyndir miðaðar við íslenskar aðstæður, sem við erum að vinna í. Ein sviðsmyndin er um lífgas- og áburðarvinnslu á stórum kúabúum sem gæti verið áhugavert fyrir bændur í Flatey.

Flatey fékk styrk á þessu ári Matvælaráðuneyti til að styðja við uppbyggingu kornþurrkunaraðstöðunnar á býlinu, sem er nýlega risin. Aðrir kornbændur með kornþurrkun á Suðurlandi og annars staðar á landinu hafa einnig fengið styrki af þessu tagi fyrir slíka uppbyggingu.

Kornþurrkunin er keyrð á olíu í dag, en stefnt á að keyra hana á rafmagni í framtíðinni. Rafstrengurinn er kominn en ekki rafmagnið.

Kærar þakkir, Birgir og Vilborg fyrir góðar móttökur og gott spjall!

Kornþurrkunarstöðin í Flatey sem var tekin í notkun á þessu ári.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. mars 2025
Grein starfsfólks Orkídeu um hringrásargarða birt í Bændablaðinu
Lesa meira
18. mars 2025
Góður hugarflugsfundur á Flúðum um tækifæri í jarðhita
Lesa meira
6. mars 2025
Lífgas ehf – rekstrarfélag um lífgas- og áburðarvinnslu í Uppsveitum stofnað
Lesa meira
3. mars 2025
Staða garðyrkjunnar – grein þingmanns í Bændablaðinu
Lesa meira