26. nóvember 2024

Kúabúið í Flatey á Mýrum heimsótt

F.v. Birgir Freyr, bússtjóri í Flatey á Mýrum, Helga, Magnús og Sveinn

Við heimsóttum kúabúið í Flatey á Mýrum, sem er með stærri kúabúum á landinu. Bústjóri Flateyjar, Birgir Freyr Ragnarsson og kona hans, Vilborg, tóku vel á móti okkur. Um 700 gripir eru á fóðrum í vetur, 210 mjólkurkýr auk kálfa og geldneyti þ.m.t. eldi á nautakálfum. Stækkun á búinu er fyrirhuguð. Birgir tók við búinu í Flatey 2016 og þá var fjósið tilbúið en ekki aðrar byggingar.

Við kynntum áherslur og markmið Orkídeu og sögðum m.a. frá vinnu Orkídeu fyrir korn/kúabændur, hringrásaráherslur og ESB verkefnum sem Orkídea tekur þátt í, sem bæði eru með áherslu á lífgas- og áburðarframleiðslu þ.e. Terraforming LIFE og Value4Farm. Sveinn kynnti lífgas- og áburðarvinnslu og mismunandi sviðsmyndir miðaðar við íslenskar aðstæður, sem við erum að vinna í. Ein sviðsmyndin er um lífgas- og áburðarvinnslu á stórum kúabúum sem gæti verið áhugavert fyrir bændur í Flatey.

Flatey fékk styrk á þessu ári Matvælaráðuneyti til að styðja við uppbyggingu kornþurrkunaraðstöðunnar á býlinu, sem er nýlega risin. Aðrir kornbændur með kornþurrkun á Suðurlandi og annars staðar á landinu hafa einnig fengið styrki af þessu tagi fyrir slíka uppbyggingu.

Kornþurrkunin er keyrð á olíu í dag, en stefnt á að keyra hana á rafmagni í framtíðinni. Rafstrengurinn er kominn en ekki rafmagnið.

Kærar þakkir, Birgir og Vilborg fyrir góðar móttökur og gott spjall!

Kornþurrkunarstöðin í Flatey sem var tekin í notkun á þessu ári.

Fleiri fréttir

Allar fréttir
20. júní 2025
Orkídea og ON í samstarf um nýsköpun í Jarðhitagarðinum
Lesa meira
19. júní 2025
Ársskýrsla Orkídeu 2024 komin út
Lesa meira
16. júní 2025
Bændablaðið segir frá ráðstefnu Orkídeu og Eims um lífgas og áburð
Lesa meira
6. júní 2025
Vel heppnuð ráðstefna Orkídeu og Eims um lífgas og áburðarframleiðslu
Lesa meira