21. júní 2022

LEDs grow!

Á GreenTech garðyrkjutæknisýningunni í Amsterdam núna í júní voru LED (díóðu) lampaframleiðendur fjölmargir, eða um 60 til 70 talsins – bæði stórir og reynslumiklir framleiðendur eins og Gavita, Hortilux og Philips og síðan aragrúi af minni spámönnum. Íslenskir garðyrkjubændur hafa lengi haft blendnar tilfinningar gagnvart LED lömpum því þannig lampar hafa hingað til reynst misjafnlega eftir ræktun. Ræktendur salats, kryddjurta og slíkra tegunda hafa nýtt sér kosti LED lampa enda hafa þeir yfirleitt reynst vel, a.m.k. nýlegar gerðir. Aftur á móti hafa ræktendur hávíra tegunda (high-wire) eins og tómata, gúrkna og paprika ekki verið eins sáttir með sína reynslu af LED lömpum og nota enn háþrýsti natríumlampa (HPS) sem hafa verið nýttir í íslenskri garðyrkju síðan 1995. Og vissulega hafa natríumlampar líka þróast með árunum og nýta raforkuna betur en þeir gerðu áður.

LED hefur marga kosti a.m.k. á pappírnum, miðað við natríumlampa. LED lampar nota 3x minni orku pr ljósmagn, gefa frá sér miklu minni hita og endast ca 3x lengur en natríum lampar. LED eru þó enn ca 2x-3x dýrari í innkaupum en natríumlampar, sem margir hafa sett fyrir sig á tímum dýrra lána. Þessi verðmunur mun minnka á næstu árum, að mati framleiðanda.

En minni hiti og minni bein hitageislun LED lampa hefur einmitt reynst síður en natríum hitaboltarnir í aldinræktun eins og í tómötum og gúrkum. LED-lampaframleiðendur leggja áherslu á að loftslagið í gróðurhúsunum breytist við minni hita og hitageislun LED lampa sem verði að taka tillit til í ræktun. Til dæmis hafa ræktendur, bæði hérlendis og erlendis, sett upp sk. gróðurrör (growth pipe) í hæð við þroskandi aldin (óháð lampategund) og jafnvel aukið pípuhita við gólf. Sumir hafa sett upp eða aukið hita í loftlögnum.

Það eru til lausnir og stóru framleiðendurnir (t.d. Gavita, Hortilux og Philips), sem hafa tök á að gera umfangsmiklar tilraunir, fullyrða að nú megi ná sama eða betri árangri með LED en með natríumlömpum í hávíra-tegundum, með helmingi minni raforkukostnaði. Taka þarf tillit til aðstæðna (t.d. náttúrlegrar inngeislunar á hverjum tíma) og tæknibúnaðar húsanna á hverjum stað, ráðgjöf sem þessir framleiðendur gefa í samráði við ráðunauta á hverjum stað. Að auki hafa LED lampapípur reynst vel í millilýsingu (milli beða) þar sem ekki er hægt að nota natríumlampa vegna hitans frá þeim.

LED byltingin er á fleygiferð!

LED ræktunarlampi

Natríumlampi (HPS lampi)

Fleiri fréttir

Allar fréttir
27. september 2023
Heimsókn Orkídeu í Búrfellsstöð
Lesa meira
26. september 2023
Uppbyggingarsjóður Suðurlands – frestur til 3. okt nk.
Lesa meira
14. september 2023
Starfsfólki Orkídeu boðið á ýmsar alþjóðlegar ráðstefnur í september
Lesa meira
22. ágúst 2023
Orkídea landar öðrum styrk úr nýsköpunarsjóðum Evrópusambandsins
Lesa meira